Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020.

Málsnúmer 2011005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 194. fundur - 01.12.2020

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Lögð fram uppfærð staða launaáætlunar ásamt minnisblöðum frá deildarstjórum, dags. 16.11.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

  Tekið til afgreiðslu óafgreidd erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2021.

  1.
  2010142 - Síldarminjasafn Íslands - Sýning á Salthúslofti. Bæjarráð vísaði erindi vegna beiðni um styrk vegna sýningar um veturinn í síldarbænum 2 millj.kr. vegna hönnunar og uppsetningar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 3. nóvember sl.

  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

  2.
  2010100 - Beiðni um endurnýjun á samningi Skógræktarfélags Siglufjarðar. Bæjarráð vísaði erindi vegna beiðni Skógræktarfélags Siglufjarðar um endurnýjun og hækkun á rekstrarsamningi til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 12. nóvember sl.

  Bæjarráð samþykkir að endurnýja samninginn til eins árs. Upphæð samnings verður óbreytt frá þessu ári kr. 400.000.

  3.
  2010093 - Umsókn um framkvæmdastyrk - v. kjallara Pálshúss. Bæjarráð vísaði erindi vegna beiðni um framkvæmdastyrk vegna 4. áfanga við Pálshús „Kjallarinn“ þar sem gera á „Ævintýraheim barnanna“ 3 millj.kr. til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 3. nóvember sl.

  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

  4.
  2010070 - Samkomulag um þjónustukaup jól og áramót 2020-2023. Bæjarráð vísaði vinnuskjali markaðs- og menningarfulltrúa vegna beiðni um hækkunar á samningi vegna jóla og áramóta - þjónustukaup vegna styrkja, til Björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði, Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði og Kiwanisklúbbsins Skjaldar á Siglufirði vegna flugeldasýninga og brenna á gamlárskvöld og á þrettándanum verði hækkaður úr kr. 250.000 í kr. 300.000, til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 12. nóvember sl.

  Bæjarráð samþykkir að endurnýja samninga til næstu þriggja ára. Upphæð samnings verður kr. 300.000.

  5. 2010040 - Síldarminjasafn Íslands - Beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings. Bæjarráð vísaði erindi vegna beiðni um hækkun á rekstrarsamningi til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 12. nóvember sl.

  Bæjarráð samþykkir endurnýjun á rekstrarsamningi vegna ársins 2021. Upphæð rekstrarstyrks verður óbreytt frá fyrra ári. 5,5 millj.kr.

  6. 2009031 - Styrkumsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2021.
  Bæjarráð vísaði erindi vegna styrkumsóknar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2021 vegna áætlaðs kostnaðarhluta sveitarfélagsins vegna endurbyggingar Selvíkurvita á Siglufirði og aðstöðuhúss við Brimnes í Ólafsfirði ef styrkur fæst til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 6. október sl.

  Bæjarráð samþykkir að ekki verði gert ráð fyrir kostnaði vegna framkvæmda á árinu 2021. Fáist styrkur mun bæjarráð taka málið til skoðunar.


  7. 2009004 - Aflið, samtök gegn kynferðis- ofbeldi.
  Bæjarráð vísaði erindi vegna beiðni um rekstrarstyrk til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 8. september sl.

  Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 50.000 kr.


  8. 2008042 - Bryggja í Hornbrekkubót. Skipulags- og umhverfisnefnd tók fyrir erindi frá Helga Jóhannssyni að gerð verði bryggja úr gömlum rafmagnsstaurum í Hornbrekkubót og að framkvæmdin fari á fjárhagsáætlun 2021. Bæjarstjórn lagði til að skoðaðar verði fleiri útfærslur af bryggju til dæmis flotbryggja, á fundi sínum þann 9. september sl.

  Bæjarráð samþykkir að fresta framkvæmdinni til umræðu um gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022.


  9. 2006005 - Frisbígolf á Siglufjörð og Ólafsfjörð. Bæjarráð vísaði erindi vegna uppsetningar á Frisbívöllum á Siglufirði og í Ólafsfirði til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi sínum 23. Júní sl.. Áætlaður kostnaður við uppsetningu slíks vallar er kr. 2 millj. en getur verið breytilegur eftir því hvort um heilsársbrautir er að ræða og ef sveitarfélagið getur sjálft framkvæmt uppsetningu.

  Bæjarráð samþykkir að fresta framkvæmdinni til umræðu um fjárhagsáætlun ársins 2022 en felur deildarstjóra tæknideildar að setja niður tvær „körfur“ eina í Ólafsfirði og eina á Siglufirði.

  10. 1907030 - Vegna uppbyggingar hundasvæða. Bæjarráð vísaði erindi vegna undirskriftalista vegna uppbyggingar hundasvæða til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi sínum þann 21. janúar sl.

  Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

  11. 1912017 - Fyrirspurn um hleðslustöðvar. Bæjarráð vísaði erindi vegna fyrirspurnar íbúa á Skálarhlíð um uppsetningu hleðslustöðvar til að hlaða rafknúin ökutæki til gerðar fjárhagsáætlunar 2021 á fundi bæjarráðs 7. janúar sl. með tilliti til uppsetningar fyrir fjölbýlishús í útleigu hjá Fjallabyggð.

  Bæjarráð samþykkir að ekki verði gert ráð fyrir fjármagni vegna hleðslustöðvar en fáist styrkur í verkefnið mun bæjarráð taka málið til skoðunar.

  12. 2002052 - Ársskýrsluvefur. Bæjarráð vísaði erindi Stefnu ehf. varðandi ársskýrsluvef til gerðar fjárhagsáætlunar 2021 á fundi sínum þann 25. febrúar sl.

  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
  Bókun fundar Tómas Atli Einarsson víkur undir lið 4. - 2010070 - Samkomulag um þjónustukaup jól og áramót 2020-2023. Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum.


  Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • .3 2009064 Gjaldskrár 2021
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Teknar til umfjöllunar gjaldskrár 2021.

  Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

  Áfram verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.

  Gjald fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára, líkt og fyrri ár.

  Gjald fyrir skólamáltíðir í Leikskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára, líkt og fyrri ár.

  Frístundaávísanir til barna á aldrinum 4-18 ára verða hækkaðar úr 35.000 í 37.500.

  Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2021 taki mið af breytingum miðað við vísitöluhækkun, hækkun verði þó ekki meiri en 2,8%.

  Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskrá 2021 til umsagnar í nefndum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Lögð fram drög að endurskoðaðri Menningarstefnu Fjallabyggðar.

  Einnig lögð fram bókun 69. fundar markaðs- og menningarnefndar þar sem nefndin vísar endurskoðaðri Menningarstefnu Fjallabyggðar til umfjöllunar og samþykktar í bæjarráði.

  Bæjarráð samþykkir drögin og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Lagður fram gildandi samstarfssamningur við Golfklúbb Fjallabyggðar um rekstur golfvallarins Skeggjabrekku sem rennur út um áramót.

  Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála dags. 06.11.2020 ásamt yfirliti yfir rekstarliði.

  Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu. Umræða um samstarfssamninga vegna reksturs íþróttamannvirkja Fjallabyggðar verður tekin síðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Lagður fram gildandi samstarfssamningur við Skíðafélag Ólafsfjarðar vegna rekstur Skíðasvæðisins í Tindaöxl sem rennur út um áramótin.
  Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 10.11.2020 ásamt yfirliti yfir rekstarliði.

  Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu. Umræða um samstarfssamninga vegna reksturs íþróttamannvirkja Fjallabyggðar verður tekin síðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 12.11.2020 varðandi ástand flugvallarins á Siglufirði og fjölda lendinga á árinu í framhaldi af bókun 673. fundar bæjarráðs við erindi Kristínar Sigurjónsdóttur fh. Trölla.is

  Bæjarráð samþykkir vinnuskjalið og felur bæjarstjóra að senda svarið áfram.
  Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Lagt fram erindi og tillögur og/eða ábendingar er varða fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.

  1. 2010127 - Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar fh. stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara er varðar ósk um að þegar mokað er frá Brimvöllum að reiðskemmu verði afleggjarinn upp í efnisnámu og gamli afleggjarinn að Kleifarvegi mokaðir. Einnig er óskað eftir því að sveitarfélagið moki reiðveg frá Brimvöllum yfir gangnamunnann fram að Garðsá í einhver skipti þegar fer að vora til þess að draga úr slysahættu sem fylgir því að ríða malbikaðan veg fram að Garði.

  Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar fyrir næsta fund.

  2. 2010129 - Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar fh. eiganda að Hornbrekkuvegi 14 er varðar ósk um að grasigróið svæði milli Hornbrekkuvegar og Túngötu verði malbikað og nýtt sem göngustígur svo að fótgangandi þurfi ekki að ganga á brún brekkunnar.

  Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við ábendingu að þessu sinni.

  3. 2010128 - Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar er varðar lagfæringu á göngustíg sem liggur frá bílastæði sunnan Hornbrekku að Sögustíg sem liggur að snjóflóðavarnargarðinum. Einnig að göngustígurinn yrði í framtíðinni malbikaður svo að vistmenn geti vel nýtt sér göngustíginn.

  Bæjarráð þakkar erindið og vísar erindinu til tæknideildar til umsagnar.

  4. 2009077 - Lagt fram erindi Auðunns Guðnasonar er varðar uppsetningu aðgengilegra grenndargáma fyrir flokkað sorp í Ólafsfirði, aukin stuðning við gönguskíðasportið í Ólafsfirði s.s. með aukinni raflýsingu brauta og brautargerð og stuðningi við Fjarðargönguna. Aukinn opnunartími sundlauga um helgar. Trygga afhendingu rafmagns til Fjallabyggðar í vondum veðrum. Stuðning við fjallahjólreiðar t.d. með samnýtingu á gönguskíðabrautum, malbera slóðir. Bundið slitlag að Þverá til bættrar aðstöðu fyrir götuhjólreiðar.

  Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við ábendingum að þessu sinni. Bæjarráð hefur þegar komið skýrum kröfum til stjórnvalda og tilheyrandi stofnanna um að afhendingaröryggi rafmagns til Fjallabyggðar sé tryggt allan ársins hring. Bæjarráð vill benda á að vegurinn að Þverá er á ábyrgð Vegagerðarinnar.

  5. 2010064 - Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar er varðar ábendingar um framkvæmdir í Ólafsfirði er snúa að því að ljúka við framkvæmdir á tjaldsvæði, lagfæringu gangstétta, malbikun hafnarsvæðis, malbikun bílastæðis við hús Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (ÚÍF), Frisbee golf auk hugleiðinga um rafræna íbúakosningu um framkvæmdir sem bæjarfulltrúar setja fram.

  Bæjarráð þakkar erindið og bendir á að vinna við framkvæmdaráætlun ársins stendur yfir og koma þessar framkvæmdir til umræðu við gerð hennar. Bæjarráð tekur undir það að íbúakosning um smærri framkvæmdir getur verið góður kostur í framtíðinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Farið yfir umsóknir um styrk á móti fasteignaskatti félagasamtaka 2021. Niðurstaðan er innan áætlaðra framlaga á fjárhagsáætlun 2021.

  Bæjarráð samþykkir að taka málið upp eftir að búið verður að leggja á fasteignagjöld með formlegum hætti í janúar 2021.
  Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar sem ekki liggur fyrir úthlutun frá ráðuneytinu vegna byggðakvóta fiskveiðiársins 2020/2021. Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Lagt fram erindi Þorsteins Sigursveinssonar fh. stjórnar Knattspyrnufélags Fjallabyggðar, dags. 26.10.2020 þar sem stjórn óskar eftir upplýsingum um hvenær hafist verður handa á byggingu gervigrasvallar.

  Bæjarráð þakkar erindið og vill koma því á framfæri að vinna við fjárhagsáætlun og framkvæmdaráætlun ársins 2021 stendur enn yfir. Ákvörðun um byggingu gervigrasvallar liggur ekki fyrir að svo stöddu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Garðyrkjufélags Tröllaskaga norðurs, dags. 10.11.2020 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið leggi stíg frá plani Menntaskólans á Tröllaskaga inn að áningarstað leikskólabarna í Aldingarðinum. Einnig er óskað eftir styrk kr. 250.000 til framkvæmda á svæðinu.

  Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðni að þessu sinni þar sem frestur til að skila inn umsóknum um styrki fyrir árið 2021 rann út 28.10.2020.
  Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Lagt fram til kynningar erindi heilbrigðisráðherra, dags 11.11.2020 þar sem fram kemur að heilbrigðisþing um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu verður haldið 27. nóvember nk. og hefst kl. 8:30 og stendur til 12:30.
  Þinginu verður streymt á vef þingsins http://www.heilbrigdisthing.is/
  Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Lagt fram til kynningar erindi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, dags 11.11.2020 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Leyningsáss ses. frá 19. apríl sl, 22 apríl sl. og 4. nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Lögð fram til kynningar 7. stöðuskýrsla ráðgefandi aðila félagsmálaráðuneytisins, teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19 frá 6. nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá 11. nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17. nóvember 2020. Lögð fram til kynningar fundargerð 69. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 11. nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 675. fundar bæjarráðs staðfest á 194. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum