Strandverðir Íslands - kveðja frá Veraldarvinum

Málsnúmer 2011001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12.11.2020

Lagt fram til kynningar erindi Þórarins Tóta Ívarssonar fh. Veraldarvina, dags. 30.10.2020 er varðar verkefnið Strandverðir Íslands sem felst í hreinsun strandlengju Íslands næstu fimm árin. Sveitarfélögum er boðið að taka þátt og leggja til aðgang að sundlaug, söfnum og í einhverjum tilfellum tjaldstæðum og aðstoð við að kynna verkefnið fyrir heimamönnum.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og mun taka endanlega ákvörðun um þátttöku þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.