Samningur um rekstur skíðasvæðis í Tindaöxl 2021

Málsnúmer 2010140

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17.11.2020

Lagður fram gildandi samstarfssamningur við Skíðafélag Ólafsfjarðar vegna rekstur Skíðasvæðisins í Tindaöxl sem rennur út um áramótin.
Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 10.11.2020 ásamt yfirliti yfir rekstarliði.

Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu. Umræða um samstarfssamninga vegna reksturs íþróttamannvirkja Fjallabyggðar verður tekin síðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 685. fundur - 23.02.2021

Lögð fram drög að samningi við Skíðafélag Ólafsfjarðar um rekstur skíðamannvirkja í eigu Fjallabyggðar í Ólafsfirði fyrir árið 2021.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.