Verkefnið SamfésPlús

Málsnúmer 2010112

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 27. fundur - 25.03.2021

Lagt fram til kynningar.
SamfésPlús er nýtt verkefni á vegum Samfés. Markhópurinn er allt ungt fólk á Íslandi á aldrinum 10-25 ára, en í byrjun er lögð sérstök áhersla á starfið með ungmennum 16 - 25 ára. Plúsinn sameinar, byggir brú, eflir stuðning og eykur sýnileika á mikilvægu starfi allra aðildarfélaga á landsvísu. Til að byrja með mun SamfésPlús vera að mestum hluta rafrænn og ná að byggja upp öflugan rafrænan vettvang fyrir ungt fólk á Íslandi. Ungmennaráð hvetur ungmenni á þessum aldri til að kynna sér SamfésPlús á https://www.samfes.is/samfes/plusinn