Styrkumsóknir 2021 - Rekstrarstyrkir til safna og setra

Málsnúmer 2009075

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12.01.2021

Lagðar fram umsóknir um styrki til reksturs safna og setra í Fjallabyggð fyrir árið 2021. Alls bárust þrjár umsóknir, samtals að upphæð kr. 4.300.000.

Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja til reksturs safna og setra í Fjallabyggð árið 2021, samtals kr. 1.000.000.-

Lagt til að afgreiðsla á umsókn Fjallasala ses. verði frestað með vísan í 9. lið þessarar fundargerðar.

Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til reksturs safna og setra í Fjallabyggð árið 2021, samtals kr. 1.000.000 til afgreiðslu bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að funda með stjórn Fjallasala ses. vegna frestunar á afgreiðslu umsóknar. Bæjarráð samþykkir einnig að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að gera drög að samningi við Félag um Ljóðasetur Íslands í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar um að bjóða styrkþegum 2020 í flokki rekstrarstyrkja samning við Fjallabyggð um styrkupphæð fyrir árið 2020 út árið 2022.