Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 3. september 2020

Málsnúmer 2009001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 191. fundur - 09.09.2020

  • Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 3. september 2020 Lögð fram drög að þjónustusamningi milli Fjallabyggðar og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands um læknaþjónustu. Samningur þessi er tekur við eldri samningi frá árinu 2010. Stjórn Hornbrekku samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 3. september 2020 Lagaðar fram til kynningar leiðbeiningar til starfsmanna og hjúkrunarheimila frá embætti landlæknis um sýkingar af völdum kórónuveiru (Covid-19), dags. 6. ágúst 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 3. september 2020 Hjúkrunarforstjóri lagði fram reglur um heimsóknir gesta á Hornbrekku sem tóku gildi 27. ágúst sl. Í reglunum kemur fram að eingöngu nánustu aðstandendur mega koma í heimsókn og almenna reglan er að einn gestur komi í heimsókn í einu. Stjórnendur meta aðstæður og geta leyft 2 gestum að hámarki að koma inn á sama tíma á meðan að hættustig almannavarna er í gildi. Nánustu ættingjar hafa kost á að skipta með sér heimsóknum um viku tíma. Heimsóknargestir verða að fara eftir ítrustu leiðbeiningum um sóttvarnir í samfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 3. september 2020 Undir þessum lið fundargerðarinnar ræddi hjúkrunarforstjóri starfsmannamál Hornbrekku og stofnsamning við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í söfnunarátaki sem hrint var af stað fyrir Hornbrekku söfnuðu einstaklingar og félagasamtök og fyrirtæki alls kr. 1.610.760. Fyrir söfnunarféð voru fest kaup á átta Samsung spjaldtölvum, CC SAM pro loftdýnu, MOTO med æfingahjól, bingóvél og bingóspjöld. Fyrir hönd Hornbrekku þakkar hjúkrunarforstjóri sem og stjórn Hornbrekku, öllum þeim sem lögðu til við þessa söfnun, það sem keypt hefur verið mun nýtast íbúum mjög vel. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 3. september 2020 Deildarstjóri félagsmáladeildar og hjúkrunarforstjóri gerðu grein fyrir framvindu verkefnis um mat á framtíðarþörf fyrir fjölda hjúkrunarrýma í Hornbrekku og að mat þörf á stækkun Hornbrekku. Áfangaskýrsla verður lögð fyrir næsta fund stjórnar.
    Bókun fundar
    Afgreiðsla 21. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 3. september 2020 Hjúkrunarforstjóri lagði fram teikningar að breytingum á setustofu Hornbrekku (Norðurstofu). Ákveðið hefur verið að setja þar upp tvö lítil skrifstofurými. Auk þess verður haldið áfram við endurnýjun á fataskápum og gólfefnum. Hjúkrunarforstjóri upplýsti að verið að leggja loka hönd á uppsetningu á nýju sjúkrakallkerfi og einnig ljósleiðaratenginu í herbergi og íbúðir heimilismanna. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 191. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum