Ósk um endurnýjun á samningi um helgun á landsvæði í Ólafsfirði

Málsnúmer 2008019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 01.09.2020

Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson.

Lagt fram erindi Ásgeirs Loga Ásgeirssonar f.h. Framfarafélags Ólafsfjarðar ehf., dags. 14.08.2020 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samkomulagi við sveitarfélagið um helgun á landsvæði í Ólafsfirði skv. erindi félagsins frá 31.03.2018. Óskað er eftir samkomulagi til fimm ára, á meðan verið er að vinna að undirbúningi á mögulegri atvinnustarfsemi á svæðinu á vegum félagsins. Einnig óska fulltrúar félagsins eftir því að koma á fund bæjarráðs til þess að kynna þá vinnu sem nú fer fram á vegum félagsins.

Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn félagsins á næsta fund ráðsins og mun í framhaldi taka afstöðu til endurnýjunar á samkomulagi.


Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 08.09.2020

Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

Á fund bæjarráðs mættu Ásgeir Logi Ásgeirsson og Þorsteinn Ásgeirsson fh. Framfarafélags Ólafsfjarðar og fóru yfir starfsemi félagsins og framtíðaráform.

Lögð fram bókun 665. fundar bæjarráðs. Lagt fram erindi Ásgeirs Loga Ásgeirssonar fh. Framfarafélags Ólafsfjarðar ehf., dags. 14.08.2020 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samkomulagi við sveitarfélagið um helgun á landsvæði í Ólafsfirði skv. erindi félagsins frá 31.03.2018. Óskað er eftir samkomulagi til fimm ára, á meðan verið er að vinna að undirbúningi á mögulegri atvinnustarfsemi á svæðinu á vegum félagsins. Einnig óska fulltrúar félagsins eftir því að koma á fund bæjarráðs til þess að kynna þá vinnu sem nú fer fram á vegum félagsins. Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn félagsins á næsta fund ráðsins og mun í framhaldi taka afstöðu til endurnýjunar á samkomulagi.

Bæjarráð þakkar Ásgeiri Loga og Þorsteini fyrir greinargóða yfirferð. Bæjarráð samþykkir að endurnýja samning við Framfarafélag Ólafsfjarðar um helgun á landsvæði í Ólafsfirði til fimm ára með fyrirvara um uppsagnarákvæði og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.