Nýjar og endurskoðaðar áætlanir um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 2006054

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 658. fundur - 30.06.2020

Lagðar fram, frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 24.06.2020, nýjar og endurskoðaðar áætlanir um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Framlög hafa verið endurskoðuð í takt við nýjar áætlanir um tekjur sjóðsins vegna efnahagslegra áhrifa af Covid-19. Ný áætlun gerir ráð fyrir að tekjur jöfnunarsjóðs lækki um tæpar 3.8 mkr.

Framlög til Fjallabyggðar lækka samtals um 12,1% eða 83,7 mkr.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að yfirfara fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og leggja til hugsanlegar mótvægisaðgerðir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22.09.2020

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála dags. 16.09.2020, varðandi tekjuáætlun Jöfnunarsjóðs og mótvægisaðgerðir Fjallabyggðar. Þar er lagt til að sett verði í viðauka við fjárhagsáætlun 2020 tekjulækkun Jöfnunarsjóðs ásamt því að tekin verði út áætlun vegna arðgreiðslu Lánasjóðs sem ekki verður greidd út. Einnig verði gert ráð fyrir söluhagnaði íbúða sem Fjallabyggð hefur selt, að auki verði tekið út úr fjárhagsáætlun fjármuni þar sem gert var ráð fyrir móttöku gesta, risnu og gjafir og árshátíð starfsmanna sem ekki var haldin.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 26/2020 við fjárhagsáætlun 2020, kr. 82.156.000.- sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.