Styrkbeiðni frá Samtökum um kvennaathvarf

Málsnúmer 2006052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 658. fundur - 30.06.2020

Lagt fram erindi Sigþrúðar Guðmundsdóttur fh. Samtaka um kvennaathvarf dags. 16.06.2020, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra til þess að mæta húsnæðiskostnaði vegna áforma um opnun Kvennaathvarfs á Akureyri. Um tilraunaverkefni er að ræða sem áætlað er að fari af stað í ágúst og standi út apríl á næsta ári. Rekstur athvarfsins verður á ábyrgð Samtaka um kvennaathvarf en er samvinnuverkefni samtakanna, Bjarmahlíðar, Aflsins, Félagsmálaráðuneytis, Dómsmálráðuneytis og Akureyrarbæjar. Áætlaður kostnaður vegna húsnæðis er 2,5 mkr.

Bæjarráð samþykkir að styrkja samtökin um húsnæðiskostnað sem samsvarar hlutfallslega greiðslum sveitarfélagsins til Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra eða um kr. 164.179. Styrk verður mætt með lækkun á handbæru fé.