Aðstoð vegna skemmda í skógrækt

Málsnúmer 2006035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 658. fundur - 30.06.2020

Lagt fram erindi Kristrúnar Halldórsdóttur og Bjargar Sæby Friðriksdóttur fh. Skógræktarfélags Siglufjarðar dags. 16.06.2020, þar sem óskað er eftir aðstoð sveitarfélagsins við að fjarlægja trjáboli sem nauðsynlegt er að fella vegna skemmda af völdum snjóþunga sl. vetur. Einnig er óskað eftir viðgerð á vatnsinntaki sem skemmdist í vetur.

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, dags. 26.06 2020.

Bæjarráð samþykkir að senda fjóra sumarvinnustarfsmenn í fimm daga til þess að hreinsa til í skógræktinni. Áætlaður kostnaður kr. 450.000 verður færður sem styrkur á skógræktarfélagið. Vatnsinntak hefur þegar verið lagfært.