Styrkir til íþróttafélaga, vinnuframlag nemenda vinnuskólans.

Málsnúmer 2006031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 657. fundur - 23.06.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 16.06.2020, þar sem fram koma upplýsingar um stuðning sveitarfélagsins til íþróttafélaga vegna íþrótta/frístundanámskeiða fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann í formi vinnuframlags ungmenna, nemenda í vinnuskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með fjölbreytt og metnaðarfullt sumarfrístundastarf fyrir börn og ungmenni og fagnar samráði aðila á milli. Bæjarráð samþykkir að styrkja íþróttafélög til þess að halda úti námskeiðum fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann í formi vinnuframlags ungmenna vinnuskólans. Um er að ræða aðstoð á vinnutíma vinnuskólans. Kostnaður verður færður sem styrkur á íþróttafélögin.
Yfirlit yfir sumarnámskeið er aðgengilegt er á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.fjallabyggd.is/is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundastarf/sumarnamskeid-i-fjallabyggd-2020