Sumarnámskeið í Fjallabyggð 2020

Eftirfarandi námskeið verða í boði fyrir grunnskólanemendur í Fjallabyggð sumarið 2020.

Börn sem ekki eiga lögheimili í Fjallabyggð og koma hingað í frí eiga möguleika á að skrá sig á einhver þessara námskeiða.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við tengiliði námskeiða og spyrjast fyrir. 

NÁMSKEIÐ Í JÚNÍ

Knattspyrnuæfingar - Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF)

Aldur: 2004-2016 (athuga að 2016 árgangurinn er einungis í heimabyggð)

Staðsetning: 
Æfingarnar fara fram til skiptir á knattspyrnusvæðinu á Ólafsfirði og á Siglufirði (Hóli)

Námskeiðstími:
 
Mánudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 13:00-14:30
þriðjudaga og miðvikudaga kl.  13:00-15:45

Í ágúst (3.-23. ágúst) verða æfingar kl. 13:00-14:30 mánudaga til fimmtudaga (mánudaga og miðvikudaga á Ólafsfirði en þriðjudaga og fimmtudaga á Siglufirði)

Tímasetning: 
Á mánudögum og miðvikudögum eru æfingar á Ólafsfirði en á þriðjudögum og fimmtudögum á Siglufirði. Föstudagurinn er svo til skiptis (sjá nánar auglýsingu).

Námsskeiðsgjald
Sumargjaldið er 25.000.- 
Vikugjaldið er 5.000.-

Hægt er að greiða með frístundaávísun. 
30% afsláttur fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og frítt fyrir fjórða barn.

Ábyrgðarmaður:
Óskar Þórðarson, yfirþjálfari yngri flokka KF
Netfang: oskarthor77@gmail.com 
Sími: 848-6726

Facebooksíða: KF: Yngri flokkar: Sumarið 2020

Sundnámskeið - Siglufirði 4. - 16 . júní

Aldur: 
Börn fædd 2014-2016 (þrír elstu leikskólaárgangarnir).

Staðsetning:
Sundhöll Siglufjarðar

Tímasetning: 
Fimmtudagur 4. júní til þriðjudags 16. júní.
Námskeiðið er 9 skipti og lokadaginn er fjölskyldudagur ef aðstæður leyfa.

Námskeiðstími:
Þrír hópar frá 9:20 - 11:20 (hver hópur í 40 mínútur).

Námsskeiðsgjald: 12.000.- kr. og hægt er að greiða með frístundaávísun.

Gestabörn, utan Fjallabyggðar eru velkomin að skrá sig. Hægt að kaupa staka tíma eða heila viku.

Umsjón/þjálfarar:
Anna María Björnsdóttir, María Jóhannsdóttir og Óskar Þórðarson, 
Netfang: oskarthor77@gmail.com
Sími: 848-6726

Strandbaknámskeið - Blakfélag Fjallabyggðar (BF) 8. - 12. júní

Aldur: 
Börn fædd 2009-2013 

Staðsetning:
 
Strandblaksvöllurinn við Rauðku með íþróttahúsið á Siglufirði sem varaplan ef veður er leiðinlegt

Námskeiðstími:
 
Vikunámskeið 8. - 12. júní (5 virka daga)

Tímasetning: 
Námskeið I:   Kl. 16:00-17:15 (skráning lýkur 7. júní)

Námsskeiðsgjald: 5.000.- kr. og hægt er að greiða með frístundaávísun.

Ferðakrakkar eru ávalt velkomnir. Hver stakur dagur kostar kr.  1.500.-  

Umsjón/þjálfarar: 
Anna María Björnsdóttir og Óskar Þórðarson 
Netfang: oskarthor77@gmail.com 
Sími: 848-6726

Facebooksíða: Krakka- og unglingablak hjá BF

*Ef strandblaksæfingar eldri iðkenda (2004-2008) verða þá verður skipulag þeirra seinni partinn eða á kvöldin og munu þær tímasetningar ekki rekast á aðra tómstundariðju (vonandi)

Leiklistarnámskeið - Siglufirði 8. - 12. júní

Markmið þessa leiklistarnámskeiðs verður að hafa gaman og allir krakkarnir taki virkan þátt.  Við vinnum með skapandi aðferðir spuna, framkomu, leikgleði, samvinnu og leiktækni.  Þetta verður létt og skemmtilegt og allir velkomnir!

Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Halldóra Guðjónsdóttir, hún lauk námi við leiklistarskólann the Acting Corps Los Angeles.

Aldur: 
Börn sem eru að ljúka 1. og 2. bekk

Staðsetning:
 
Efri hæðin á Kaffi Rauðku (gengið inn beint á móti bláa húsinu, ekki kaffihúsamegin,)

Ef veðrið verður mjög gott verður námskeiðið mögulega flutt út líka.

Tímasetning: 
8. - 12. júní

Námskeiðstími:

Frá klukkan  10:00 – 12:00


Námsskeiðsgjald
:
7.500,- á barn og 50% afsláttur fyrir systkini og frítt fyrir systkini númer þrjú.

Það er öllum velkomið að koma,  það má líka koma í stakan tíma, verð fyrir stakan tíma kr.  2.500,-

Skráning :
Email: halldora11@gmail.com, taka fram nafn og aldur barns.

Umsjón/þjálfarar:
Halldóra Guðjónsdóttir

Matur er manns gaman - Matreiðslunámskeið á Kaffi Klöru fyrir 10-14 ára

Í sumar verða í boði matreiðslunámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-14 ára. Á námskeiðinu elda þátttakendur þriggja rétta máltið frá grunni. Síðan sjá þeir um að dúka borð og skreyta. Foreldrarnir mæta síðan í veislu á Kaffi Klöru þar sem þátttakendur kynna rétti dagsins. Saman setjast allir niður að borða og njóta.

Áhersla er lögð á að réttirnir séu einfaldir í framreiðslu og höfði til unga fólksins og að styðst sé við að nota sem mest hráefni úr héraði. Við viljum einnig setja fókus á að minnka matarsóun og til þess höfum við fengið  Kjörbúðina í Ólafsfirði til samstarfs við okkur varðandi nýtingu á vörum sem er á síðustu söludegi.

Innifallið í verðið:

  • Hráefni
  • Kennsla
  • Uppskriftir
  • Hressingur
  • Kvöldstund með foreldrum

Aldur: 
10-14 ára

Staðsetning:

Kaffi Klara Ólafsfirði

Tímasetning: 

10. júní – mexíkósk þema
18. júní – ítalskt þema
24. júní – spænskt þema

Námskeið/mataróvissuferð verður einnig í águst en það verður auglýst síðar.

Námskeiðstími:
14:00 - 18:00
Foreldrar mæta um kl. 18:00 í matarboð og námskeiði lýkur um kl. 19:00-19.30

Námsskeiðsgjald
:
Gjald fyrir hvert námskeið kr. 6.500.-
Hægt er að skrá sig á öll námskeiðin og er þá gefin 20% afsláttur af námskeiðsgjaldi hvers námskeiðs.

Gestabörn, utan Fjallabyggðar eru velkomin að skrá sig á námskeið.

Skráning fer fram hjá Idu á Kaffi Klöru idasemey59@gmail.com eða í síma 695 7718

Umsjón/þjálfarar:
Ida M. Semay
Netfang: idasemey59@gmail.com
Sími: 695 7718

Silkiloftfimleikar og sirkusfimleikar - Ólafsfirði fyrir 8 ára og eldri  15. - 19. júní

Húlladúllan býður spennandi sirkusnámskeið fyrir átta ára og eldri þar sem við munum læra loftfimleika í silkiborðum og sirkusfimleika. Námskeiðið styrkir líkamlega getu og eykur liðleika. Áhersla er á samvinnu og sjálfsstyrkingu þáttakenda. 

Húlladúllan er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún er lærður sirkuskennari og hefur kennt og sýnt með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus auk þess að koma fram á ýmsum viðburðum á alþjóðlegri grundu. 

Aldur: 
8 ára og eldri

Staðsetning:

Íþróttahúsinu á Ólafsfirði

Tímasetning: 
15. - 19. júní 
Athugið að ekki er kennt miðvikudaginn 17. júní.

Námskeiðstími:

Kl. 10:00-12:00

Námsskeiðsgjald
:
kr. 15.000.- 
10% systkinaafsláttur.

Gestabörn, utan Fjallabyggðar eru velkomin að skrá sig. H

Skráning fer fram á heimasíðu Húlladúllunnar www.hulladullan.is

Umsjón/þjálfarar:
Unnur María Bergsveinsdóttir
Netfang: hulladullan@gmail.com
Sími: 612 2727

Golfnámskeið GKS - Hóli Siglufirði 16. - 25. júní

Aldur: 
1 til 5 bekkur: 


16. júní – 18. júní – 22. júní – 23. júní
Kl. 13:00 til 14:15
25. júní
Kl. 13:00 til 14:30 (mót og grill í lokin)


6 til 10 bekkur: 

16. júní – 18. júní – 22. júní – 23. júní
Kl. 14:30 til 15:45
25. júní
Kl. 14:45 til 16:15 (mót og grill í lokin)

Staðsetning: 
Kennsla fer fram suðr á Hóli á neðra æfingarsvæði.

Námsskeiðsgjald
Námskeiðið er 5 skipti og kostar kr. 5.000.-.

Gestabörn, utan Fjallabyggðar eru velkomin á námskeið.

Golfkennari:

Jóhann Már Sigurbjörnsson og hefur lokið leiðbeinendanámskeiði hjá PGA á Íslandi.
Tímapantanir í síma 848-6997 eða e-mail johann.m.sig(at)gmail.com

Upplýsingar sem þurfa að koma fram eru: nafn og kennitala barns

Ævintýravika Umf Glóa -  Siglufirði  22. júní - 26. júní

Aldur: 
Börn fædd 2012 og 2013

Staðsetning:

Mæting er við ærslabelginn á Blöndalslóðinni.

Tímasetning: 
22. júní - 26. júní

Námskeiðstími:
Frá 10:00-12:00

Námsskeiðsgjald: Í boð Kiwanis klúbbsins Skjaldar í Fjallabyggð.

Umsjón/þjálfarar:
Umsjónarmenn verða Þórarinn Hannesson, íþróttakennari og Kristín Anna Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi

Skráning:
Skráning er með skilaboðum á fésbókarsíðu Umf Glóa.

Leiklistarnámskeið - Siglufirði 22. - 26. júní

Markmið þessa leiklistarnámskeiðs verður að hafa gaman og allir krakkarnir taki virkan þátt.  Við vinnum með skapandi aðferðir spuna, framkomu, leikgleði, samvinnu og leiktækni.  Þetta verður létt og skemmtilegt og allir velkomnir!

Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Halldóra Guðjónsdóttir, hún lauk námi við leiklistarskólann the Acting Corps Los Angeles.

Aldur: 
Fyrir börn sem eru að klára 3. til 6. bekk frá kl. 10:00 – 12:00

Ef að þáttakan verður mikil þá munum við skipta 3. til 6. bekk í 2 hópa 

og verður þá eftirfarandi:
Fyrir börn í 3. og 4. bekk frá  kl. 9:30 – 11:30
Fyrir börn í 5. og 6. bekk frá  kl. 12:00 – 14:00

Staðsetning: 
Efri hæðin á Kaffi Rauðku (gengið inn beint á móti bláa húsinu, ekki kaffihúsamegin,)

Ef veðrið verður mjög gott verður námskeiðið mögulega flutt út líka.

Tímasetning: 
22. - 26. júní

Námskeiðstími:

Frá kl. 10:00 – 12:00


Námsskeiðsgjald
:
7.500,- á barn og 50% afsláttur fyrir systkini og frítt fyrir systkini númer þrjú.

Það er öllum velkomið að koma,  það má líka koma í stakan tíma, verð fyrir stakan tíma kr.  2.500,-

Skráning :
Email: halldora11@gmail.com, taka fram nafn og aldur barns.

Umsjón/þjálfarar:
Halldóra Guðjónsdóttir

Sundnámskeið - Ólafsfirði  22. júní - 4. júlí

Aldur: 
Börn fædd 2015-2016 (tveir elstu leikskólaárgangarnir)

Staðsetning:

Sundlaug Ólafsfjarðar

Tímasetning: 
22. júní - 4. júlí
Boðið er upp á að börnin séu sótt á leikskólann eins og undanfarin ár, og þeim skilað þangað aftur.

Námskeiðstími:
4 ára eru frá 10:30-11:00 
5 ára eru frá 11:00- 11:30

Námsskeiðsgjald: 12.000.- kr. og hægt er að greiða með frístundaávísun.

Umsjón/þjálfarar:
Hallgrímur Þór Harðarson íþróttafræðingur
Netfang: jonina1sigrun@gmail.com

Reiðnámskeið -  Ólafsfirði 29. júní - 3. júlí ( 8 skipti)

Aldur: 
6-18 ára 

Staðsetning: 
Hesthúsahverfið í Ólafsfirði

Um námskeiðið: 

Haldið af Gnýfara í samvinnu við Arnþrúði Heimisdóttur, hestaleigunni Langhúsum.
Kennt verður í litlum hópum og skipt í hópa eftir aldri og reynslu.
Þægir hestar og góð reiðtygi/hjálmar innifalin. 

Námskeiðstími: 
Hópar byrja kl. 9:00 og kl. 11:00.  Kennt verður í 1:15 -1:30 klst. í hvert skipti.  Bætt verður við hópum um eftirmiðdaginn ef það verður mikil skráning. 

Námsskeiðsgjald
kr. 15.000.-
Systkinaafsláttur, systkini greiða 10.000.-

Hægt er að greiða með frístundaávísun.

Gestabörn, utan Fjallabyggðar eru velkomin á námskeið.

Skráning:
Hjá Gnýfara: gnyfari1@gmail.com

Ábyrgðarmaður:
Arnþrúður Heimisdóttir
Netfang: arnhei@simnet.is
Sími: 847 8716


NÁMSKEIÐ Í JÚLÍ

Strandbaknámskeið - Blakfélag Fjallabyggðar (BF) 6. - 10. júlí

Aldur: 
Börn fædd 2009-2013 

Staðsetning:
 
Strandblaksvöllurinn við Rauðku með íþróttahúsið á Siglufirði sem varaplan ef veður er leiðinlegt

Námskeiðstími:
 
Vikunámskeið 6. - 10. júlí (5 virka daga)

Tímasetning: 
Námskeið II:  kl. 10:30-11:45 (skráning lýkur 6. júlí)

Námsskeiðsgjald
: 5.000.- kr. og hægt er að greiða með frístundaávísun.

Ferðakrakkar eru ávalt velkomnir. Hver stakur dagur kostar kr.  1.500.-  

Umsjón/þjálfarar: 
Anna María Björnsdóttir og Óskar Þórðarson 
Netfang: oskarthor77@gmail.com 
Sími: 848-6726

Facebooksíða: Krakka- og unglingablak hjá BF

*Ef strandblaksæfingar eldri iðkenda (2004-2008) verða þá verður skipulag þeirra seinni partinn eða á kvöldin og munu þær tímasetningar ekki rekast á aðra tómstundariðju.

Reiðnámskeið -  Ólafsfirði 6. - 8. júlí (8 skipti)

Aldur: 
6-18 ára 

Staðsetning: 
Hesthúsahverfið í Ólafsfirði

Um námskeiðið: 

Haldið af Gnýfara í samvinnu við Arnþrúði Heimisdóttur, hestaleigunni Langhúsum.
Kennt verður í litlum hópum og skipt í hópa eftir aldri og reynslu.
Þægir hestar og góð reiðtygi/hjálmar innifalin. 

Námskeiðstími: 
Hópar byrja kl. 9:00 og kl. 11:00.  Kennt verður í 1:15 -1:30 klst. í hvert skipti.  Bætt verður við hópum um eftirmiðdaginn ef það verður mikil skráning. 

Námsskeiðsgjald
kr. 15.000.-
Systkinaafsláttur, systkini greiða 10.000.-

Hægt er að greiða með frístundaávísun.

Gestabörn, utan Fjallabyggðar eru velkomin á námskeið.

Skráning:
Hjá Gnýfara: gnyfari1@gmail.com

Ábyrgðarmaður:
Arnþrúður Heimisdóttir
Netfang: arnhei@simnet.is
Sími: 847 8716

Smíðavellir - Siglufirði og Ólafsfirði 6. - 23. júlí

Aldur: Börn fædd 2007-2013

Staðsetning:

Ólafsfjörður: Á sléttunni norðan við Ólafsveg, (bak við grænu blokkina)
Siglufjörður: Á sléttunni fyrir framan mjölhúsið  

Námskeiðstími:  
frá kl. 10:00-12:00

Tímasetning: 
1. vika: Smíðað 6. 7. og 8. júlí
2. vika: Smíðað 13. 14. og 15 júlí
3. vika: Smíða 20. 21. 22. og síðan 24. júlí en þá verður grillað og gleði.

Umsjón:
Yfirmaður vinnuskóla Fjallabyggðar
Haukur Sigurðsson yfirmaður vinnuskóla
Netfang: haukur@fjallabyggd.is
Sími 863 1466

Upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri í síma 844 5819, rikey@fjallabyggd.is og Haukur Sigurðsson yfirmaður vinnuskóla í síma 863 1466, haukur@fjallabyggd.is

Ævintýravika Umf Glóa -  Ólafsfirði  6. - 10. júlí

Aldur: 
Börn fædd 2012 og 2013

Staðsetning:

Mæting er við ærslabelginn við íþróttamiðstöðina

Tímasetning: 
6. - 10. júlí

Námskeiðstími:
Frá 10:00-12:00

Námsskeiðsgjald: Í boð Kiwanisklúbbsins Skjaldar í Fjallabyggð.

Umsjón/þjálfarar:
Umsjónarmaður verður Hallgrímur Þór Harðarson

Skráning:
Skráning er með skilaboðum á fésbókarsíðu Umf Glóa.

Sirkusnámskeið - Ólafsfirði fyrir 6 ára og eldri 13. - 17. júlí

Nemendur kynnast töfrum sirkuslistanna og spreyta sig á fjölbreyttum sirkusáhöldum. Við lærum sviðsframkomu og setjum saman stutt sirkus- og trúðaatriði. Við munum húlla húllahringjum, djöggla slæðum, boltum og hringjum, dansa með fimleikaborða, leika okkur að blómaprikum, kínverskum jójóum og sveiflusekkjum, læra sirkusfimleika og akró, láta eins og alvöru trúðar, vagga á veltibrettum, halda jafnvægi á töfrafjöðrum, leika kúnstir með kínverska snúningsdiska og læra loftfimleika í silki!  

Áhersla er lögð á sköpunargleði, samvinnu og það að þáttakendur uppgötvi og njóti eigin styrkleika. Sirkuslistirnar styrkja líkamlega getu, jafnvægi og liðleika en þroska líka einbeitingu, styrkja sjálfsmynd og kveikja í ímyndunarafli og sköpunargleði.

Húlladúllan er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún er lærður sirkuskennari og hefur kennt og sýnt með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus auk þess að koma fram á ýmsum viðburðum á alþjóðlegri grundu. 

Aldur: 
6 ára og eldri

Staðsetning:

Íþróttahúsinu á Ólafsfirði

Tímasetning: 
13. - 17. júlí

Námskeiðstími:

Kl. 10:00-14:00

Námsskeiðsgjald
:
kr. 20.000.- 
10% systkinaafsláttur.
Gestabörn, utan Fjallabyggðar eru velkomin að skrá sig. Hægt að kaupa staka tíma eða heilt námskeið.

Skráning fer fram á heimasíðu Húlladúllunnar www.hulladullan.is

Umsjón/þjálfarar:
Unnur María Bergsveinsdóttir
Netfang: hulladullan@gmail.com
Sími: 612 2727

Ævintýravika  Umf Glóa - Siglufirði 27. - 31. júlí

Aldur: 
Börn fædd 2012 og 2013

Staðsetning:

Mæting er við ærslabelginn á Blöndalslóðinni

Tímasetning: 
27. - 31. júlí

Námskeiðstími:

Frá 10:00-12:00

Námsskeiðsgjald: 5.000.- kr. og hægt að nota frístundaávísanir.

Umsjón/þjálfarar:
Umsjónarmenn verða Þórarinn Hannesson, íþróttakennari og Kristín Anna Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi

Skráning:
Skráning er með skilaboðum á fésbókarsíðu Umf Glóa.

Knattspyrnuæfingar - Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF)

Aldur: 2004-2016 (athuga að 2016 árgangurinn er einungis í heimabyggð)

Staðsetning: 
Æfingarnar fara fram til skiptir á knattspyrnusvæðinu á Ólafsfirði og á Siglufirði (Hóli)

Námskeiðstími:
 
Mánudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 13:00-14:30
þriðjudaga og miðvikudaga kl.  13:00-15:45

Í ágúst (3.-23. ágúst) verða æfingar kl. 13:00-14:30 mánudaga til fimmtudaga (mánudaga og miðvikudaga á Ólafsfirði en þriðjudaga og fimmtudaga á Siglufirði)

Tímasetning: 
Á mánudögum og miðvikudögum eru æfingar á Ólafsfirði en á þriðjudögum og fimmtudögum á Siglufirði. Föstudagurinn er svo til skiptis (sjá nánar auglýsingu).

Námsskeiðsgjald
Sumargjaldið er 25.000.- 
Vikugjaldið er 5.000.-

Hægt er að greiða með frístundaávísun

30% afsláttur fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og frítt fyrir fjórða barn.

Ábyrgðarmaður:
Óskar Þórðarson, yfirþjálfari yngri flokka KF
Netfang: oskarthor77@gmail.com 
Sími: 848-6726

Facebooksíða: KF: Yngri flokkar: Sumarið 2020

Reiðnámskeið - Siglufirði 31. júlí - 3. ágúst (4 skipti)

Aldur: 
6-15 ára 

Staðsetning: 
Hesthúsahverfið á Siglufirði

Um námskeiðið: 
Haldið af Glæsi í samvinnu við Arnþrúði Heimisdóttur, hestaleigunni Langhúsum.

Kennt verður í litlum hópum og skipt í hópa eftir aldri og reynslu.

Þægir hestar og góð reiðtygi/hjálmar innifalin. 

Námskeiðstími: 
Tímasetning auglýst síðar.

Námsskeiðsgjald
15.000.-

10 % systkinaafsláttur.
Hægt er að greiða með frístundaávísun.

Gestabörn, utan Fjallabyggðar eru velkomin á námskeið.

Skráning hjá ábyrgðarmanni:
Arnþrúður Heimisdóttir
Netfang: arnhei@simnet.is
Sími: 847 8716


NÁMSKEIÐ Í ÁGÚST

Strandbaknámskeið - Blakfélag Fjallabyggðar (BF) 10. - 14. ágúst

Aldur: 
Börn fædd 2009-2013 

Staðsetning:
 
Strandblaksvöllurinn við Rauðku með íþróttahúsið á Siglufirði sem varaplan ef veður er leiðinlegt

Námskeiðstími:
 
Vikunámskeið 10. - 14. ágúst (5 virka daga)

Tímasetning: 
Námskeið III:  kl. 10:30-11:45 (skráning lýkur 9. ágúst)

Námsskeiðsgjald: 5.000.- kr. og hægt er að greiða með frístundaávísun.

Ferðakrakkar eru ávalt velkomnir. Hver stakur dagur kostar kr.  1.500.-  

Umsjón/þjálfarar: 
Anna María Björnsdóttir og Óskar Þórðarson 
Netfang: oskarthor77@gmail.com 
Sími: 848-6726

Facebooksíða: Krakka- og unglingablak hjá BF

*Ef strandblaksæfingar eldri iðkenda (2004-2008) verða þá verður skipulag þeirra seinni partinn eða á kvöldin og munu þær tímasetningar ekki rekast á aðra tómstundariðju.

Knattspyrnuæfingar - Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF)

Aldur: 2004-2016 (athuga að 2016 árgangurinn er einungis í heimabyggð)

Staðsetning: 
Æfingarnar fara fram til skiptir á knattspyrnusvæðinu á Ólafsfirði og á Siglufirði (Hóli)

Námskeiðstími:
 
Mánudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 13:00-14:30
þriðjudaga og miðvikudaga kl.  13:00-15:45

Í ágúst (3.-23. ágúst) verða æfingar kl. 13:00-14:30 mánudaga til fimmtudaga (mánudaga og miðvikudaga á Ólafsfirði en þriðjudaga og fimmtudaga á Siglufirði)

Tímasetning: 
Á mánudögum og miðvikudögum eru æfingar á Ólafsfirði en á þriðjudögum og fimmtudögum á Siglufirði. Föstudagurinn er svo til skiptis (sjá nánar auglýsingu).

Námsskeiðsgjald
Sumargjaldið er 25.000.- 
Vikugjaldið er 5.000.-

Hægt er að greiða með frístundaávísun

30% afsláttur fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og frítt fyrir fjórða barn.

Ábyrgðarmaður:
Óskar Þórðarson, yfirþjálfari yngri flokka KF
Netfang: oskarthor77@gmail.com 
Sími: 848-6726

Facebooksíða: KF: Yngri flokkar: Sumarið 2020

Reiðnámskeið - Siglufirði 6. - 15. ágúst (10 skipti)

Aldur: 
6-15 ára (Auk fullorðinshóps sem verða 6 skipti, 10.-15. ágúst)

Staðsetning: 
Hesthúsahverfið á Siglufirði

Um námskeiðið: 
Haldið af Glæsi í samvinnu við Arnþrúði Heimisdóttur, hestaleigunni Langhúsum.
Kennt verður í litlum hópum og skipt í hópa eftir aldri og reynslu.

Þægir hestar og góð reiðtygi/hjálmur innifalin. 

Námskeiðstími: 

Hópar byrja kl. 9:00 og kl. 11:00.  Kennt verður í 1-1 1/2 klst. í hvert skipti.  Bætt verður við hópum um eftirmiðdaginn ef það verður mikil skráning. 

Námsskeiðsgjald
20.000.-

10 % systkinaafsláttur.
Hægt er að greiða með frístundaávísun.

Gestabörn, utan Fjallabyggðar eru velkomin á námskeið.

Skráning hjá ábyrgðarmanni:
Arnþrúður Heimisdóttir
Netfang: arnhei@simnet.is
Sími: 847 8716