Beiðni frá Skógræktarfélagi Ólafsfjarðar

Málsnúmer 2006028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 657. fundur - 23.06.2020

Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Skógræktarfélags Ólafsfjarðar dags. 14.06.2020, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið leggi til einn til tvo starfsmenn, til þess að planta niður trjám, til skólabyrjunar í gegnum átaksstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun. Einnig óskar skógræktarfélagið eftir því að gerður verði samningur við félagið í samræmi við samning sem fyrir er við Skógræktarfélag Siglufjarðar.

Bæjarráð hafnar beiðni um starfsmenn í gegnum sumarátaksstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun, þar sem frestur sveitarfélagsins til þess að skila inn gögnum til Vinnumálastofnunar vegna verkefnisins er útrunninn.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna drög að samstarfssamningi við uppbyggingu skógræktar í Ólafsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 685. fundur - 23.02.2021

Lögð fram drög að samningi milli Fjallabyggðar og Skógræktarfélags Ólafsfjarðar um skógrækt og uppbyggingu útivistarsvæða í umsjón skógræktarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra tæknideildar að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að setja í viðauka nr.4/2021 kr. 200.000, við málaflokk 11310 og lykill 9291 og verður honum mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.