Aukinn kostnaður vegna endurvinnsluhráefna í Covid-19 faraldri

Málsnúmer 2004046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21.04.2020

Lagt fram erindi Íslenska gámafélagsins (ÍGF), dags 17.04.2020, þar sem fram kemur að Umhverfisstofnun hefur gert áætlun vegna meðhöndlunar úrgangs og smithættu af úrgangi í heimsfaraldri eins og nú geisar og gert verklagsreglur vegna smithættu af sorpi og meðhöndlun úrgangs í heimsfaraldri. Þar kemur fram að flokkaður úrgangur sem berst á móttökustöðvar skuli geymdur í tvær vikur áður en hann er flokkaður.
Til að viðhalda góðri flokkun á meðan neyðarstig almannavarna varir og tryggja að endurvinnsluhráefnin komist til endurvinnslu leggur ÍGF til að kostnaði við geymslu hráefnisins verði skipt jafnt á milli sveitarfélagsins og ÍGF. Kostnaður sveitarfélagsins vegna þessa yrði því 8,46 kr/kg.

Bæjarráð samþykkir að verða við erindi Íslenska gámafélagsins. Aukin kostnaður, ef til kemur, rúmast að svo stöddu innan fjárhagsáætlunar 2020.