Átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi

Málsnúmer 2004028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21.04.2020

Lagt fram erindi Markaðsstofu Norðurlands dags. 15.04.2020 þar sem Markaðsstofa Norðurlands vill koma á framfæri hugmynd um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi. Átakið hefur tvíþættan tilgang - annars vegar að styrkja innviði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og hins vegar til að vekja athygli á þeim fjölda gönguleiða sem eru í boði á Norðurlandi. Markaðsstofan hefur nú þegar frétt af áformum nokkurra sveitarfélaga um að gera eitthvað í þessa veru. Með því að sameina kraftana undir einum hatti er hægt að auka slagkraft verkefnisins út á við og nýta í markaðssetningu. Hugmynd að útfærslu verkefnisins er að sveitarfélög noti næstu vikur til þess að undirbúa átakið, þannig að í byrjun maí væri hægt að tilkynna um þetta sameiginlega átak í fréttum og á samfélagsmiðlum. Framkvæmdin færi svo að mestu fram í júní og meðan á henni stæði, væri hægt að birta myndir af starfinu frá mismunandi stöðum þar sem verið væri að vinna - halda þannig kynningunni lifandi á meðan á verkefninu stendur. Í lok júní yrði svo ákveðinn dagur sem markar enda átaksins, með n.k. uppgjöri á afrakstrinum - hversu margar nýjar gönguleiðir voru merktar o.s.frv. Jafnframt yrði vísað á gagnagrunninn þar sem hægt verður að finna upplýsingar um allar þessar leiðir á aðgengilegan hátt. Auðvitað er hægt að vinna áfram að uppbyggingu og merkingu leiða eftir þessa lokadagsetningu, en átakinu sem slíku væri formlega lokið. Sveitarfélög eru hvött til þess að staðfesta þátttöku í verkefninu fyrir 30. apríl nk.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar vinnuhóps um viðspyrnu sveitarfélagins vegna Covid - 19.