Niðurstöður Olweuskönnunar 2019

Málsnúmer 2003067

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 06.04.2020

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara.
Niðurstöður eineltiskönnunar Olweusar 2019 lagðar fram til kynningar. Könnunin var lögð fyrir 5.-10. bekk í lok nóvember 2019. Þátttaka var 99%. Skólastjóri fór yfir niðurstöðurnar. Einelti í Grunnskóla Fjallabyggðar mælist 4,5% í könnuninni. Einelti í Olweusarskólum á Íslandi mælist 6,1%. Eineltisteymi skólans vinnur úr niðurstöðum með nemendum og starfsmönnum skólans.