Fasteignagjöld - Aðgerðir til viðspyrnu vegna Covid-19

Málsnúmer 2003064

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020

Meirihluti bæjarráðs leggur fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti bæjarráðs harmar að ekki sé fyrir hendi vilji hjá minnihluta að standa saman að þeim aðgerðum sem nú er gripið til vegna COVID-19. Formaður bæjarráðs hafði samband við H-listann á laugardag og bauð forsvarsmönnum listans fulla aðkomu að þeirri tillögugerð sem er hér á dagskrá, ásamt og aðkomu að framhaldi þeirrar vinnu sem fram fer á komandi vikum og mánuðum. Þessu boði meirihluta hafnaði H-listinn í gær eftir að hafa fundað um málið.

Í ljósi ofangreinds þá leggur meirihluti bæjarráðs fram eftirfarandi tillögu er varðar frestun eindaga fasteignagjalda hjá fyrirtækjum í tímabundnum rekstrarvanda:

Gjaldendum verði heimilt að óska eftir því að eindagar fasteignagjalda sem áttu að vera 1. apríl, 1. maí, og 1. júní 2020 frestist um allt að 6 mánuði vegna Covid-19 og mögulegra áhrifa þeirrar farsóttar, enda verði óskað eftir því með tölvupósti á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is.
Óskir um frestun eindaga skulu rökstuddar af umsækjanda og ákvörðun tekin á grundvelli þess rökstuðnings.
Að bæjarráð Fjallabyggðar veiti bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála heimild til fullnaðarafgreiðslu umsókna er tengjast beiðni um frestun eindaga fasteignagjalda. Hafni starfsmenn umsókn er gjaldanda heimilt að skjóta ákvörðuninni til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir ofangreinda tillögu með tveimur atkvæðum, Helgu Helgadóttir D-lista og Nönnu Árnadóttur I-lista, varðandi frestun eindaga fasteignagjalda í samþykktri gjaldskrá fasteignagjalda árið 2020. Jón Valgeir Baldursson H-lista situr hjá.