Verkefnin hjá SSNE

Málsnúmer 2003053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020

Lagt fram til kynningar erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, dags. 20.03.2020 til upplýsinga um þau verkefni sem samtökin eru að fást við um þessar mundir í tengslum við alvarlegt ástand sem við blasir í landshlutanum vegna COVID-19.

Einnig lagt fram til kynningar erindi stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, dags. 23.03.2020 til ráðherra ríkisstjórnarinnar varðandi leiðir til viðspyrnu í þeim aðstæðum sem nú eru uppi vegna COVID-19. Þar leggur stjórn til að stórauknu fjármagni verði veitt inn í Sóknaráætlun Norðurlands eystra til að mæta þeim áskorunum sem við blasa og tilgreina stór og mikilvæg verkefni sem þegar hafa verið útfærð og auðvelt er að hrinda í framkvæmd.
-
Uppbygging Akureyrarflugvallar
-
Hjúkrunarheimili á Húsavík
-
Ný heilsugæsla á Akureyri
-
Legudeild við sjúkarhúsið á Akureyri
-
Átak í uppbyggingu innviða;
-
Uppbygging dreifikerfis raforku
-
3ja fasa rafmagn
-
Endurbætur á jarðgöngum á Tröllaskaga
-
Vegur um Brekknaheiði;
-
tengivegir og héraðsvegir
-
Efri brú yfir Jökulsá á Fjöllum
-
Ljósleiðaratengingar á svæðinu
-
Draga verulega úr fjöldatakmörkunum að Háskólanum á Akureyri