Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 2003049

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 183. fundur - 23.03.2020

Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu að tímabundinni heimild til breytinga á fyrirkomulagi funda bæjarstjórnar og fastanefnda Fjallabyggðar meðan neyðarstig almannavarna er í gildi. Lagt fram með vísan til VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

Bæjarstjórn samþykkir, með 7 samhljóða atkvæðum, til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn Fjallabyggðar, að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar og fastanefnda bæjarfélagsins og engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefndum sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að ritun fundargerða fari fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Fundargerð skal annað hvort deilt með öllum fundarmönnum á skjá í lok fundar, lesin yfir og samþykkt, send staðfest með tölvupósti og samþykkt með svari eða undirrituð rafrænt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12.11.2020

Lagt fram til kynningar erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 05.11.2020 þar sem fram kemur að ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga hefur verið framlengd til 10. mars 2021.