Snjósöfnun við Suðurgötu 70 Siglufirði

Málsnúmer 2003044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 645. fundur - 24.03.2020

Lagt fram erindi Hjálmars Jóhannessonar eins eigenda húseignar að Suðurgötu 70 Siglufirði, dags. 19.03.2020, þar sem þess er óskað að sveitarfélagið geri viðeigandi ráðstafanir til þess að vinda ofan af mikilli snjósöfnun við húseignina vegna þeirra framkvæmda sem farið var í við grisjun trjáa norðan við húseignina sumarið 2018.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020

Á 645. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar varðandi erindi Hjálmars Jóhannessonar, eins eigenda húseignar að Suðurgötu 70 Siglufirði, dags. 19.03.2020, þar sem þess var óskað að sveitarfélagið gerði viðeigandi ráðstafanir til þess að vinda ofan af mikilli snjósöfnun við húseignina vegna þeirra framkvæmda sem farið var í við grisjun trjáa norðan við húseignina sumarið 2018.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 25.03.2020 þar sem fram kemur að mikil ofankoma hefur verið í Fjallabyggð það sem af er þessum vetri og einnig má segja að mikil ofankoma hafi verið árið 2019 samanber kostnað við snjómokstur það ár en kostnaður árið 2019 var sá mesti frá því snjómokstur færðist frá áhaldahúsi til verktaka árið 2011.

Varðandi lóðina sem er norðan við Suðurgötu 70 þá er rétt að sumarið 2018 var grisjað töluvert í skóginum sem þar er. Sú aðgerð var ekki gerð með samþykki eða í samráði við Fjallabyggð.
Það er ekki óeðlilegt að snjósöfnun við húseignina hafi verið mikil, bæði árið 2019 og núna á þessu ári þar sem mjög mikil ofankoma hefur verið.
Hvort grisjun skógar norðan við húsið sé um að kenna er ekki hægt að fullyrða en þó svo væri er ólíklegt að það skapaði Fjallabyggð skaðabótaskyldu gagnvart nágrönnum. Hugsanleg aðgerð til þess að minnka snjósöfnun við Suðurgötu 70 gæti verið að eigendur setji girðingu á lóðarmörkum norðan við húsið.

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar.