Æfingarsvæði á Hóli, erindi frá Golfklúbbi Siglufjarðar

Málsnúmer 2003028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17.03.2020

Lagt fram erindi Golfklúbbs Siglufjarðar, dags. 11.03.2020 þar sem óskað er eftir afnotum af neðra fótboltasvæði á Siglufirði undir starf fyrir börn- og unglinga, sama svæði og GKS hafði afnot af sumarið 2019, ásamt slætti á svæðinu tvisvar sinnum yfir sumarið eða styrk fyrir kostnaði við slátt á svæðinu.

Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 12.03.2020 þar sem mælt er með að GKS fái afnot af svæðinu ásamt styrk eða aðstoð við slátt tvisvar að sumri.

Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Siglufjarðar afnot af neðra fótboltasvæði við Hól á Siglufirði undir barna- og unglingastarf ásamt styrk kr. 150.000 til þess að slá svæðið. Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að gera drög að samningi við GKS um svæðið og leggja fyrir bæjarráð.

Kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020 á málaflokk 06610, lykil 4341.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020

Lögð fram drög að samkomulagi á milli Fjallabyggðar og Golfklúbbs Siglufjarðar um afnot af æfingarsvæði (æfingarvelli) á knattspyrnusvæðinu að Hóli Siglufirði undir barna- og unglingastarf sumarið 2020.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.