BMX BRÓS sýning

Málsnúmer 2003001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10.03.2020

Lagt fram erindi BMX-BRÓS, dags. 01.03.2020 þar sem boðið er upp á orkumikla BMX sýningu sumarið 2020.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála með tilliti til kostnaðar og hugsanlegrar þátttöku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020

Á 643. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála vegna erindis BMX-BRÓS, dags. 01.03.2020 þar sem boðið var upp á orkumikla BMX sýningu sumarið 2020 með tilliti til kostnaðar og hugsanlegrar þátttöku.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 26.03.2020 þar sem fram kemur að Fjallabyggð heldur Trilludaga og skipuleggur barnadagskrá sem reynt hefur verið að hafa sem næst hátíðarsvæðinu til að dreifa ekki gestum. Sýningin BMX BRÓS þarfnast steypts svæðis sem er á stærð við körfuboltavöll. Það er mat undirritaðrar og markaðs- og menningarfulltrúa að þessi sýning passi ekki fyrir Trilludaga og rúmist auk þess ekki innan þeirra fjármuna sem ætluð er í barnadagskrá.

Bæjarráð þakkar BMX-BRÓS gott boð en afþakkar boð um sýningu að þessu sinni.