22.grein náttúruverndarlaga

Málsnúmer 2002048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25.02.2020

Lagt fram erindi félaga Flakkara, Húsbílaeigenda, 4x4 og Boreal ehf., dags. 19.02.2020 þar sem óskað er eftir því við sveitarfélög að þau taki jákvætt í tillögu félaganna að breytingu á 22. gr. náttúruverndarlaga
22.grein; „Utan þéttbýlis skal leita leyfis landeiganda eða annars rétthafa ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla eða annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða“. Breytist í: Utan þéttbýlis skal leita leyfis landeigenda eða annars rétthafa ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla eða annan sambærilegan búnað til að nátta utan skipulagðra tjaldsvæða, hafi þessi tæki ekki salernisaðstöðu. Fyrir sambærileg tæki sem hafa salernisaðstöðu t.a.m. ferðasalerni þarf ekki að leita leyfis, þá gildir Almannarétturinn enda skal ferðamaðurinn virða umgengisreglur í hvívetna og gæta að grónu landi. Einnig teljum við rétt að kaflaheitið; „Heimild til að tjalda“. sé ekki nógu lýsandi og færi betur ef kaflaheitið væri; „Heimild til að nátta“.

Leitað er leyfis „landeiganda eða annars rétthafa“, þ.e. sveitafélaga þar sem það á við „ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla eða annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða“.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020

Á 641. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis félags Flakkara, Húsbílaeigenda, 4x4 og Boreal ehf., dags. 19.02.2020 þar sem óskað var eftir því við sveitarfélög að þau tækju jákvætt í tillögu félaganna að breytingu á 22. gr. náttúruverndarlaga.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 26.03.2020 þar sem deildarstjóri leggur til við bæjarráð að erindinu verði hafnað með vísan til Lögreglusamþykktar í Fjallabyggð.
Einnig leggur undirritaður til að gerð verði svohljóðandi breyting á 9. gr. Lögreglusamþykktar Fjallabyggðar, í stað svohljóðandi gr. "Bæjarstjórn getur sett umgengnisreglur um skemmtigarða, leikvelli, lystigarða, tjarnir, kirkjugarða og önnur opinber svæði, enda séu reglurnar festar upp við innganginn eða á öðrum áberandi stað. Hvorki má troða niður ræktaða bletti, grasreiti, blómabeð og limgerði á almannafæri né slíta þar upp blóm eða annan gróður. Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða."
Verði 9. gr. svohljóðandi: "Bæjarstjórn getur sett umgengnisreglur um skemmtigarða, leikvelli, lystigarða, tjarnir, kirkjugarða og önnur opinber svæði, enda séu reglurnar festar upp við innganginn eða á öðrum áberandi stað. Hvorki má troða niður ræktaða bletti, grasreiti, blómabeð og limgerði á almannafæri né slíta þar upp blóm eða annan gróður. Eigi má gista í tjaldvögnum, tjöldum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum, sendibifreiðum með svefnaðstöðu og öðrum sambærilegum búnaði á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða. Það á einnig við um gistingu á almannafæri innan marka sveitarfélagsins. Óheimilt er að hafa gistingu í tjaldvögnum, tjöldum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum, sendibifreiðum með svefnaðstöðu og öðrum sambærilegum búnaði utan skipulagðra tjaldsvæða og þéttbýlis nema leyfi landeiganda eða rétthafa lands komi þar til, sbr. lög um náttúruvernd nr. 60/2013 með síðari breytingum."

Bæjarráð samþykkir að hafna erindi félags Flakkara, Húsbílaeigenda, 4x4 og Boreal með vísan í Lögreglusamþykkt Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu á 9. gr á Lögreglusamþykkt Fjallabyggðar og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.