Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði

Málsnúmer 2002020

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 25. fundur - 24.02.2020

Ungmennaráð UMFÍ stendur í ellefta sinn fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan fer fram 1. - 3. apríl í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig hefur ungt fólk áhrif?
Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára.
Á viðburðinum er lögð áhersla á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi, gefa einstaklingum verkfæri og þjálfun til þess að hafa aukin áhrif í sínu nær samfélagi.
Stefnt er að því að fulltrúar Ungmennaráðs Fjallabyggðar fari á ráðstefnuna.
Skráning stendur til 20. mars 2020.