Tjón á höfn

Málsnúmer 2001048

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 03.02.2020

Lögð fram tilkynning yfirhafnavarðar dags. 16.01.2020 vegna tjóns á grjótvarnargarði við landfyllingu norðan Hafnarbryggju.

Tjónið verður metið frekar í vor, þegar snjóa leysir.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 31.08.2020

Fyrir fundinn eru lögð til kynningar tvö bréf Náttúruhamfaratryggingar Íslands dags. 26. júní vegna tjóna sem urðu í aftakaveðri þann 10. desember sl. Með framlögðum bréfum tilkynnist sú ákvörðun Náttúruhamfaratryggingar Íslands að bæta tjón annarsvegar að fjárhæð 1,5 mkr. og hins vegar að fjárhæð 6,4 mkr. Frá bótum dregst eigináhætta 1 mkr. pr. tjón, til greiðslu samtals er því 5,9 mkr.