Drög að umsögn um frv um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða

Málsnúmer 2001012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15.01.2020

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 06.01.2020 er varðar drög að umsögn sambandsins um frumvarp um þjóðgarða og Þjóðgarðastofnun, mál nr. 318/2019. Áherslur í þeirri umsögn sem nú hefur verið unnin snúa fyrst og fremst að því að meta breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu. Samantekt á þeim breytingum í greinargerð með frumvarpsdrögum er svohljóðandi:
Hluti af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpi þessu frá því að það var lagt fram á 149. löggjafarþingi stafa af því að ýmis sérákvæði um Vatnajökulsþjóðgarð breytast og færast yfir í sérstakt frumvarp um Hálendisþjóðgarð. Aðrar breytingar á frumvarpinu eru m.a. þær að tekin er upp í 7. gr. frumvarpsins almenn heimild til friðlýsingar lands sem þjóðgarðs. Þá eru sett inn ákvæði um upplýsingagjöf forstjóra til stjórna og umdæmisráða og skerpt á skyldum þessara eininga allra gagnvart ákvæðum laga um opinber fjármál. Þá er lagt til að stjórn þjóðgarðsins á Þingvöllum og Þingvallanefnd verði ein og sama einingin. Er þetta gert til einföldunar. Þá er skerpt á ákvæðum um leyfisveitingar og gjaldtöku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 08.12.2020

Lagt fram til kynningar erindi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, dags. 01.12.2020 er varðar bókun sveitarstjórnar vegna Þjóðgarðs á miðhálendinu, dags. 05.11.2020.