Úrbætur á fráveitulögnum á lóð Síldarminjasafnsins

Málsnúmer 1908052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 03.09.2019

Lagt fram erindi Anítu Elefsen safnstjóra Síldarminjasafns Íslands vegna vatnssöfnunar á lóð Síldarminjasafnsins dagana 8.- 13. ágúst sl. sem varð til þess að vatn flæddi inn í húsakynni safnsins. Óskað er eftir því að sveitarfélagið ráði bót á frárennslismálum á svæðinu svo að forðast megi frekara tjón í framtíðinni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 03.12.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.11.2019. Þar kemur fram að fráveita innan lóðar er í höndum lóðarhafa. Það er því ekki á ábyrgð Fjallabyggðar að veita ofanvatni sem safnast á lóð í fráveitukerfi bæjarins. Aftur á móti ef farið verði í framkvæmdir á lóðinni þá mun lögnin mjög líklega verða grafin á lóðarmörkum í vestur og þar liggur stofnæð vatnsveitunnar og skal því hafa samráð við veitustofnun Fjallabyggðar þegar framkvæmt er.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslu og deildarstjóra tæknideildar að boða forsvarsmann Síldarminjasafnsins á fund og fara yfir málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra dags. 27.12.2019 frá fundi bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar við forsvarsmenn Síldarminjasafnsins vegna úrbóta á fráveitulögnum á lóð Síldarminjasafnsins.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12.11.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 06.11.2020 þar sem fram kemur að drenlögn sem búið er að leggja frá Bátahúsinu í tjörnina við Róaldsbakka annar ekki því mikla vatnsmagni sem þar er. Nauðsynlegt er að leggja aðra lögn sem mun liggja ofar í bakkanum vestan við Salthúsið í tjörnina, áætlaður kostnaður er kr. 1.500.000. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs vegna kostnaðarhluta sveitarfélagsins kr. 1.050.000.

Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði kr. 1.050.000 í viðauka nr. 30/2020 við fjárhagsáætlun 2020. Viðaukinn mun ekki hreyfa við handbæru fé heldur rúmast innan framkvæmdaráætlunar 2020.