Vegur við varnargarðinn norðan Ránargötu

Málsnúmer 1908030

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 04.09.2019

Lagt fram erindi Gests Þórs Guðmundssonar þar sem hann bendir á illa farinn veg meðfram sjóvarnargarði norðan Ránargötu á Siglufirði. Lagt er til að vegurinn verði lokaður og breytt í göngustíg.
Nefndin tekur vel í erindið og felur tæknideild að grenndarkynna hugmynd að lokun götunnar fyrir aðliggjandi byggð.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 06.11.2019

Tillaga að lokun vegar milli Túngötu 40 og öldubrjóts var grenndarkynnt húseigendum aðliggjandi lóða frá 24. september - 25. október sl. Ein athugasemd barst frá Jóni Helga Ingimarssyni f.h. Nýverks sf. dags. 12.október 2019.
Nefndin þakkar fyrir athugasemdina en bendir á að vegslóðinn sem um ræðir er ekki skilgreindur í vegakerfi sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir að loka vegslóðanum og leggur til að þar verði gerður göngustígur.