Skógrækt Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1908016

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13.08.2019

Menntaskólinn á Tröllaskaga óskar eftir heimild til þess að fá að planta trjám á lóð sinni við Ægisgötu 13. Einnig óskað eftir svæði innan Fjallabyggðar til gróðursetningar í framtíðinni.
Nefndin samþykkir umsókn til þess að gróðursetja á lóð Menntaskólans. Nefndin frestar ákvörðun um framtíðarsvæði til næsta fundar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 04.09.2019

Lagt fram að nýju erindi Láru Stefánsdóttur f.h. Menntaskólans á Tröllaskaga þar sem óskað er eftir framtíðarsvæði nærri skólanum til gróðursetningar.
Nefndin fagnar frumkvæði MTR að kolefnisjöfnun í Fjallabyggð og leggur til að MTR gróðursetji á gönguskíðasvæði í samráði við Skógræktarfélag og Skíðafélag Ólafsfjarðar.