Aldingarður æskunnar

Málsnúmer 1906014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11.06.2019

Lagt fram til kynningar erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Garðyrkjufélags Tröllaskaga norðurs, dags. 06.06.2019 þar sem bæjarstjórn, bæjarstjóra og deildarstjórum er boðið að vera viðstödd formlega gróðursetningu fyrstu trjánna sem gróðursett verða norðan Menntaskólans á Tröllaskaga og tengjast verkefninu Aldingarður æskunnar 12. júní nk. kl. 13:30. Ómar Valdimarsson formaður Garðyrkjufélags Íslands og Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu-og verkefnisstjóri verða viðstaddir ásamt Önnu Maríu Guðlaugsdóttur formanni Garðyrkjufélags Tröllaskaga Norðurs, þau munu ávarpa samkomuna sem samanstendur af starfsfólki leikskólans, nemendum, foreldrum og velunnurum verkefnisins áður en hafist er handa við að gróðursetja ávaxtatrén og áhugaverð berjayrki.

Bæjarráð þakkar gott boð.