Túngata, endurnýjun

Málsnúmer 1906013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11.06.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 06.06.2019 þar sem óskað er eftir heimild til þess að auglýsa lokað útboð vegna endurnýjunar á Túngötu Siglufirði, á milli Þormóðsgötu og Kambsvegar. Vegagerðin og Fjallabyggð munu standa saman að framkvæmdinni og er kostnaðarskipting milli aðila 77% vegagerðin á móti 23% framlagi Fjallabyggðar.

Eftirtöldum aðilum verður gefin kostur á að bjóða í verkið:
Árni Helgason ehf, Bás ehf, Fjallatak ehf, Magnús Þorgeirsson, Smári ehf og Sölvi Sölvason.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að auglýsa lokað útboð vegna endurnýjunar á Túngötu Siglufirði, á milli Þormóðsgötu og Kambsvegar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 610. fundur - 25.06.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 24.06.2019 þar sem fram kemur að tilboð hafi verið opnuð í verkið "Túngata, Þormóðsgata - Kambsvegur" þann 24. 06.2019.

Eftirfarandi tilboð barst:
Bás ehf. kr. 34.269.254
Kostnaðaráætlun er kr. 36.088.500.
Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að tilboði Bás ehf. verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf.