Styrkbeiðni - The Viking Surgeons Association

Málsnúmer 1906006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11.06.2019

Lagt fram erindi Jóseps Ó. Blöndal læknis, fh. samtaka skurðlækna sem vinna á litlum/eða afskekktum stöðum, The Viking Sergons Association sem halda ráðstefnu á Siglufirði 4.-6. september. Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu í formi kvöldverðar og skemmtiatriðs en gert er ráð fyrir 15-20 þátttakendum ásamt mökum og fyrirlesurum.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og markaðs- og menningarfulltrúa.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 03.09.2019

Á 608. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn bæjarstjóra og markaðs- og menningarfulltrúa vegna erindis Jóseps Ó. Blöndal læknis, fh. Samtaka skurðlækna sem vinna á litlum/ eða afskekktum stöðum.

Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa dags. 19.08.2019 þar sem fram kemur að kostnaður vegna móttöku er áætlaður kr. 200.000.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr.14/2019 að upphæð kr. 200.000.- við deild 21510, lykill 4230 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.