Vinnuskóli 2019

Málsnúmer 1905017

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 13.05.2019

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður vinnuskóla.
Forstöðumaður fór yfir skipulag Vinnuskóla Fjallabyggðar 2019. Hann kynnti Sjávarútvegsskólann sem 14 ára nemendum í vinnuskólanum gefst kostur á að sækja. Um er að ræða fjóra daga þar sem nemendur fá fræðslu um ýmislegt sem tilheyrir sjávarútvegi. Til stendur að halda Sjávarútvegsskólann í Fjallabyggð í fyrsta sinn og munu 14 ára nemendur sem skráðir eru í vinnuskólann taka þátt í honum.
Stefnt er að því að halda úti smíðaskóla (kofabyggð) í báðum byggðarkjörnum. Smíðaskólinn verður starfræktur kl. 10:00 - 12:00, 3-4 sinnum í viku í þrjár vikur, 15. júlí - 1. ágúst. Smíðaskólinn verður auglýstur.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 07.10.2019

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva og vinnuskóla sat undir þessum lið. Forstöðumaður fór yfir starf Vinnuskólans síðastliðið sumar. Starfið gekk vel og var innan fjárheimilda.