Opnir tímar í líkamsræktum íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Málsnúmer 1903043

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 01.04.2019

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva.
Fræðslu- og frístundanefnd fól forstöðumanni íþróttamiðstöðva að finna hentugan tíma og leiðbeinendur og leggja fyrir fræðslu- og frístundanefnd. Þá óskaði nefndin eftir umsögn félagsþjónustunnar um með hvaða hætti væri hægt að koma til móts við eldri borgara og öryrkja með leiðsögn í líkamsræktina. Niðurstaða forstöðumanns og félagsþjónustu liggur fyrir. Stefnt er að því að bjóða eldri borgurum leiðsögn í líkamsræktar íþróttamiðstöðva eftir páska, tvo tíma í viku, í tvær vikur. Tímarnir verða auglýstir þegar nær dregur. Þá er samþykkt að fresta opnum tímum og leiðsögn fyrir aðra en eldri borgara þar til næsta haust.