Notendaráð fatlaðs fólks

Málsnúmer 1903001

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 20.03.2019

Fyrirspurn frá Öryrkjabandalagi Íslands varðandi notendaráðs, sbr. lög nr. 38/2018, í sveitarfélögum.
Fjallað um skipun í notendaráð fatlaðs fólks, sbr. lög nr. 38/2018 og stofnun samráðshóps um málefni fatlaðs fólks, sbr. lög nr. 40/1991. Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð standa sameiginlega að þjónustusvæði fatlaðs fólks og er málinu vísað til þjónustuteymis þjónustusvæðisins.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 119. fundur - 23.05.2019

Lögð fram tillaga þjónustuteymis fatlaðra, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggar um sameiginlegt notendaráð fatlaðs fólks á þjónustusvæði Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga segir í 2.mgr.42.gr.að í hverju sveitarfélagi eða í sveitarfélögum sem eigi samstarf um þjónustu við fatlað fólk, skuli starfa formlegur samráðsvettvagur er nefnist samráðshópur um málefni fatlaðs fólks þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd og þróun þjónustunnar. Í samráðshópnum skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn og þrír fulltrúar tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.
Fundurinn samþykkir einróma að leggja til við bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar og bæjarstjórn Fjallabyggðar að sveitarfélögin standi sameiginlega að myndun notendaráðs fyrir fatlað fólk á þjónustusvæði sveitarfélaganna, sbr. 2.mgr.42.gr. laga nr. 40/1991. Tillaga fundarins er að hvort sveitarfélag fyrir sig skipi tvo kjörna fulltrúa í ráðið og auglýst verði eftir einstaklingum í setu í notendaráði, tveimur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi. Alls yrðu þá 8 einstaklingar í notendaráðinu.