Sameiginlegur fundur félagsmálanefndar Fjallabyggðar og félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 1902057

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 119. fundur - 23.05.2019

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar sendi félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar erindi dags. 12. febrúar 2019 þar sem ráðinu er boðið til sameiginlegs fundar. Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar tók erindið fyrir á fundi sínum 14. mars og þáði boðið með þökkum. Tilgangur fundarins er að ræða sameiginleg verkefni á sviði félagsþjónustu sveitarfélaganna með áherslu á málefni fatlaðs fólks. Fundinn sátu auk félagsmálanefndar Fjallabyggðar: Lilja Guðnadóttir, Felix Jósafatsson, Gunnar Eiríksson og Katrín Sif Ingvarsdóttir. Auk þess sátu fundinn Eyrún Rafnsdóttir, félagsmálastjóri og Þórhalla Karlsdóttir, þroskaþjálfi.