Afnot Skotfélags Ólafsfjarðar af svæði í kjallararými Ægisgötu 13

Málsnúmer 1902049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12.02.2019

Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara MTR, dags. 07.02.2019 varðandi afnot Skotfélags Ólafsfjarðar af aðstöðu í kjallararými húsnæðis MTR til skotæfinga.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir vegna afnota Skotfélagsins í kjallararými MTR svo lengi sem skólameistari MTR telur það ekki trufla starfsemi skólans.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28.02.2023

Lagt fram erindi frá Skotfélagi Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir undirrituðu leyfi til afnota á kjallararými Ægisgötu 13.
Fyrir liggur samþykki leigutaka fyrir afnotum skotfélagsins á húsnæðinu. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti afnot af svæði í kjallara Ægisgötu 13. Bæjarráð brýnir fyrir skotfélaginu að leyfis- og öryggismál séu alfarið á þeirra ábyrgð sem notenda. Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.