Ósk um aukinn sérstuðning í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1902015

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 04.02.2019

Undir þessum lið sat Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans.
Leikskólastjóri óskar eftir viðbótar 75% stöðuhlutfalli við Leikskóla Fjallabyggðar vegna sérstuðnings við börn í skólanum.
Fræðslu- og frístundanefnd vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12.02.2019

Á 67. fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 04.02.2019 vísaði nefndin til bæjarráðs ósk leikskólastjóra um 75% stöðuhlutfalli við Leikskóla Fjallabyggðar vegna sérstuðnings við börn í skólanum. Kostnaður vegna viðbótarstöðugildis á árinu 2019 er kr. 4.536.000.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild vegna 75% viðbótarstöðugildis við Leikskóla Fjallabyggðar vegna sérstuðnings og vísar kostnaði að upphæð samtals kr. 4.158.000 til viðauka nr.2/2019 við deild 04110, lykill 1110 kr. 3.344.000 og deild 04110, lykill 1890 kr.814.000 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.