Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 4. febrúar 2019

Málsnúmer 1902001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 171. fundur - 13.02.2019

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 4. febrúar 2019 Á síðasta fundi nefndarinnar var bókað að boða Þórarinn Hannesson á næsta fund nefndarinnar með hugmyndir að útfærslu á fræðsluerindum sem fræðslu- og frístundanefnd styrkti að upphæð kr. 80.000. Þórarinn Hannesson mætti á fundinn og kynnti hugmyndir sínar að fræðsluerindum fyrir yngri kynslóðina. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Þórarni fyrir komuna og leggur til að fræðsla verði sniðin að miðstigi grunnskólans ásamt unglingum í félagsmiðstöðinni Neon. Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vera í sambandi við Þórarinn og leggja hugmyndir að fræðslu og tímasetningum fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Til máls tók Særún Hlín Laufeyjardóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 67. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 4. febrúar 2019 Undir þessum lið sátu þær Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.

    Olga Gísladóttir og Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjórnendur leikskólans luku í síðustu viku ríflega 10 mánaða námi í stjórnendaþjálfun. Stjórnendaþjálfun þessi ber nafnið Effective Leadership Development eða Árangursrík stjórnun frá Leadership Management International. Kristján Már Magnússon sálfræðingur frá Reyni-ráðgjafastofu stýrði þjálfuninni. Aðdragandi verkefnissins var tillaga fræðslu- og frístundanefndar í október 2017 um að farið yrði í vinnu við eflingu starfsanda og ráðgjöf til stjórnenda leikskólans eftir vísbendingar úr sjálfsmati skólans um að viðbragða væri þörf. Í kjölfarið var samið við Reyni ráðgjafastofu um áðurgreinda ráðgjöf og stjórnendaþjálfun. Í upphafi vinnunnar voru tekin viðtöl við starfsmenn leikskólans og samantekt úr niðurstöðum viðtalanna var kynnt á starfsmannafundi. Niðurstöður þessara viðtala voru einnig notaðar sem efniviður í stjórnendaþjálfuninni og námið þannig tengt verkefnum daglegs starfs í leikskólanum.
    Olga kynnti upplifun sína og ávinning af þjálfuninni fyrir fundarmönnum.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 67. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 4. febrúar 2019 Undir þessum lið sat Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans.
    Leikskólastjóri óskar eftir viðbótar 75% stöðuhlutfalli við Leikskóla Fjallabyggðar vegna sérstuðnings við börn í skólanum.
    Fræðslu- og frístundanefnd vísar erindinu til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 4. febrúar 2019 Lagt fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hlutverk og skipun fagráðs eineltismála í grunn og framhaldsskólum. Hlutverk fagráðsins er að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála með almennri ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 4. febrúar 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið ásamt Hagstofu Íslands tóku saman á árinu 2016 upplýsingar um kennslumínútufjölda í list- og verkgreinum. Í ljós kom að í Grunnskóla Fjallabyggðar vantaði upp á mínútufjölda í þessum námsgreinum á unglingastigi. Menntamálastofnun kallar nú eftir upplýsingum um fjölda mínútna á viku í list- og verkgreinum hjá yngsta-, mið- og unglingastigi Grunnskóla Fjallabyggðar. Svarbréf deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála til Menntamálastofnunnar lagt fram til kynningar. Þar kemur fram að list- og verkgreinakennsla í 1.-4.bekk er 900 mínútur á viku samtals og viðmiðið er 900 mínútur. Í 5.-7.bekk er list- og verkgreinakennsla 810 mínútur samtals en viðmiðið er 840 mín. Á unglingastigi er list- og verkgreinakennsla 390 mínútur en viðmiðið er 340 mínútur. Bókun fundar Til máls tóku Særún Hlín Laufeyjardóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 67. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.