Þing um málefni barna 21. - 22. nóvember 2019

Málsnúmer 1901077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22.01.2019

Á árinu 2019 verður haldið upp á þrjátíu ára afmæli Barnasáttmálans - samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þessum merka áfanga verður fagnað með ýmsu móti á árinu en hápunkturinn verður þing um málefni barna sem haldið verður í fyrsta skipti í nóvember á þessu ári. Á síðustu starfsdögum Alþingis fyrir jól voru samþykktar breytingar á lögum um embætti umboðsmanns barna þar sem barnaþingið er lögfest. Fyrsta þing um málefni barna, eða barnaþing verður haldið 21.- 22. nóvember n.k. í Hörpu.
Embættið hefur óskað eftir tilnefningum frá fjölmörgum aðilum um fulltrúa í samráðshóp til að tryggja aðkomu sem flestra að skipulagningu þingsins, m.a. frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gera má ráð fyrir um 400-500 þátttakendum á þinginu þar af hópi barna frá öllu landinu sem einnig kemur að skipulagningu þingsins.

Embætti umboðsmanns barna óskar því eftir samstarfi við sveitarfélögin um stuðning við þau börn sem verða valin til þáttöku á þinginu og óskar jafnframt eftir að tilnefndur verði tengiliður hvers sveitarfélags við embættið sem hefur það hlutverk að hafa milligöngu um þátttöku barna úr sveitarfélaginu á þinginu.

Óskað er eftir svari frá sveitarfélaginu fyrir lok janúarmánuðar með upplýsingum um nafn tengiliðar sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála tengilið við embættið og felur deildarstjóra að senda svar til Embætti umboðsmanns barna fyrir tilskilinn tíma.