Sirkuslistahátíð eða sirkus ráðstefna í bæjarfélagið

Málsnúmer 1901064

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22.01.2019

Lagt fram erindi Öldu Brynju Birgisdóttur fyrir hönd hóps frá Sirkusi Íslands, dags. 15.01.2019 sem áætlar að halda 3 daga sirkuslistahátíð eða sirkus ráðstefnu hér á Íslandi í ágúst á næsta ári. Markmiðið með slíkri ráðstefnu er að safna saman hópi áhugafólks um sirkuslistir og bjóða ýmis námskeið eða „workshops“ í hinum ýmsu sirkuslistum svo sem „djöggli“, loftfimleikum, „acro“, húllahringjum ofl. Gestum ráðstefnunnar verður gefið tækifæri til þess að upplifa umhverfi viðburðarins svo rými verður gefið í dagskránni til þess að nýta þá ferðaþjónustu sem bærinn hefur upp á að bjóða. Á kvöldin verða „opin sviðs kvöld“ fyrir ráðstefnugesti og á lokakvöldinu er ráðgert að sýna flotta sirkussýningu sem bæði ráðstefnugestir og bæjarbúar geta notið saman.

Spurt er hvort sveitarfélagið hafi áhuga á að halda slíka ráðstefnu og leitað eftir stuðningi eða aðstoð til þess að finna svefn- og æfingaaðstöðu fyrir ráðstefnugesti.
Einnig er opnað á þann möguleika að bjóða sirkusnámskeið fyrir börn og unglinga bæjarfélagsins í tengslum við viðburðinn en Sirkus Íslands hefur í áraraðir starfrækt Æskusirkusinn sem er sirkuslistaskóli fyrir börn og unglinga.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála varðandi kostnað og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 05.03.2019

Á 589. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála varðandi erindi Sirkus Íslands þar sem kannaður var áhugi bæjarfélagsins til sirkuslistahátíðar eða sirkus ráðstefnu sumarið 2019.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 04.03.2019 þar sem fram kemur að óvíst er hvort af viðburðinum verður á árinu 2019.

Bæjarráð samþykkir að fresta frekari umræðu um málið þar til áætlanir Sirkus Íslands liggja fyrir.