NorðurOrg 2019 - afnot af íþróttahúsi

Málsnúmer 1901056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22.01.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 11.01.2019 þar sem fram kemur að söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, NorðurOrg verður haldin í íþróttahúsinu Ólafsfirði föstudaginn 25. janúar nk. Óskað er eftir að félagsmiðstöðin Neon verði styrkt um húsaleigu í íþróttahúsinu fyrir keppnina. Húsaleigan fyrir sólarhring er kr. 120.000.
Einnig óskar deildarstjóri eftir að keppendur í NorðurOrg sem koma að, geti farið í sund endurgjaldslaust á meðan þeir bíða milli æfinga og keppni. Kostnaður vegna þessa er áætlaður kr. 10.000.-.

Bæjarráð samþykkir að keppendur geti farið í sund endurgjaldlaust og felur deildarstjóra að koma með tillögu á hvaða bókhaldslykla viðbótarkostnaður færist.