Eftirfylgni með kennslustundum í list- og verkgreinum.

Málsnúmer 1901050

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 04.02.2019

Mennta- og menningarmálaráðuneytið ásamt Hagstofu Íslands tóku saman á árinu 2016 upplýsingar um kennslumínútufjölda í list- og verkgreinum. Í ljós kom að í Grunnskóla Fjallabyggðar vantaði upp á mínútufjölda í þessum námsgreinum á unglingastigi. Menntamálastofnun kallar nú eftir upplýsingum um fjölda mínútna á viku í list- og verkgreinum hjá yngsta-, mið- og unglingastigi Grunnskóla Fjallabyggðar. Svarbréf deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála til Menntamálastofnunnar lagt fram til kynningar. Þar kemur fram að list- og verkgreinakennsla í 1.-4.bekk er 900 mínútur á viku samtals og viðmiðið er 900 mínútur. Í 5.-7.bekk er list- og verkgreinakennsla 810 mínútur samtals en viðmiðið er 840 mín. Á unglingastigi er list- og verkgreinakennsla 390 mínútur en viðmiðið er 340 mínútur.