Fasteignagjöld á Aðalgötu 6 Siglufirði

Málsnúmer 1811061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27.11.2018

Lagt fram erindi Ívars Ómars Atlasonar fh. Svanhóls ehf. eiganda fasteignarinnar að Aðalgötu 6 á Siglufirði. Þar sem óskað er eftir endurmati á fasteignagjöldum á húsinu vegna síðustu 5 ára með tilliti til söluverðs hússins í dag og síðustu ár. Í bréfinu kemur fram að húsið sé í afar slæmu ástandi.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að legga fyrir bæjarráð minnisblað fyrir næsta fund varðandi erindið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11.12.2018

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála þar sem lagt er til að erindinu verði frestað þar til endurmat fasteignarinnar liggur fyrir frá Þjóðskrá Íslands.
Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu þar til endurmat Þjóðskrár á fasteigninni hefur farið fram.