Drög að leiðbeiningum um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis sveitarfélaga

Málsnúmer 1811041

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20.11.2018

Lagt fram erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, dags. 09.11.2018 þar sem athygli er vakin á að drög að leiðbeiningum um úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga hafa verið birt á samráðsgátt stjórnvalda. Leiðbeiningarnar byggjast annars vegar á 5. gr. samkomulags dags. 31. maí 2016, milli ríkis og sveitarfélaga og hins vegar á 47. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, með breytingum sem tóku gildi 1. október sl. Sveitarfélög eru hvött til þess að fara vel yfir þessi drög og koma athugasemdum á framfæri á samráðsgáttinni fyrir 23. nóvember n.k.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27.11.2018

Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmála þar sem fram kemur að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að skýr aðgreining sé viðhöfð í stjórnsýslu sveitarfélaga á milli félagslegs íbúðarhúsnæðis og almennra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga. Einnig að æskilegt væri að sveitarfélög setji sér sjálfstæðar reglur.

Bæjarráð felur félagsmálanefnd að taka Reglur um úthlutun leiguíbúða Fjallabyggðar til endurskoðunar þegar Reglur um úthlutun leiguíbúða félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga hafa tekið gildi.