Mannamót 2019

Málsnúmer 1811024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13.11.2018

Lagt fram erindi Markaðsstofu Norðurlands, dags. 06.11.2018 þar sem vakin er athygli á að skráning er hafin á MANNAMÓT 2019 sem haldið verður í Kórnum í Kópavogi, fimmtudaginn 17. janúar 2019.
Tilgangur Mannamóts er að bjóða fram vettvang fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af landsbyggðinni til að kynna sig og sína starfsemi fyrir ferðaþjónustufyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu, og skapa með því aukin tengsl innan ferðaþjónustunnar í heild. Síðustu ár hafa sýnendur verið fleiri en 200 í hvert skipti og gestir yfir 700 talsins.
Markaðsstofur landshlutanna sjá um að senda út boðskort, bæði prentuð og rafræn auk þess sem viðburðurinn er vel auglýstur á Facebook. Við hvetjum samstarfsfyrirtæki okkar til að taka þátt í viðburðinum og deila viðburðinum á sínum samfélagsmiðlum.
Aðeins samstarfsfyrirtækjum Markaðsstofu landshlutanna gefst kostur á að skrá sig á Mannamót til þess að sýna og kynna sitt fyrirtæki. Þátttökugjald er 17.500 krónur, plús virðisaukaskattur. Skráningu lýkur þann 10. janúar 2019.
Nánari upplýsingar um Mannamót má sjá með því að smella hér.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar með tilliti til þátttöku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27.11.2018

Lögð fram umsögn markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar varðandi þátttöku sveitarfélagsins í Mannamóti markaðsstofu landshlutanna sem fram fer á árinu 2019. Þar kemur m.a. fram að aðeins samstarfsfyrirtækjum Markaðsstofu landshlutanna gefst kostur á að skrá sig á Mannamót til þess að sýna og kynna sitt fyrirtæki. Öllum er þó frjálst að mæta á viðburðinn og enginn aðgangseyrir er fyrir gesti. Fulltrúi Fjallabyggðar á Mannamóti 2019 myndi tryggja dreifingu upplýsingarita um þá afþreyingu og þjónustu sem í boði er með það að markmiði að kynna ferðaþjónustu og afþreyingu á svæðinu í heild. Einnig yrð dreift á staðnum dagskrá ársins 2019 þar sem taldir verða upp viðburðir í bæjarfélaginu allt árið.

Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar að fara á Mannamót 2019 og kynna ferðaþjónustu og afþreyingu á svæðinu í heild í samráði við ferðaþjónustuaðila.