Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018

Málsnúmer 1811012F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 168. fundur - 29.11.2018

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Á fundinn mætti Kristján Hauksson formaður Skíðafélags Ólafsfjarðar þar sem hann fór yfir drög að fimm ára framkvæmdaáætlun SÓ.

  Bæjarráð samþykkir að vísa drögum til deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála til úrvinnslu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Lögð fram drög að bréfi til Ríkisstjórnar Íslands fyrir hönd bæjarráðs þar sem þess er óskað að Rískisstjórn Íslands kanni möguleika á því að flytja ríkisstofnanir til Fjallabyggðar.

  Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið til odddvita ríkisstjórnarflokkana.
  Bókun fundar Til máls tók Særún Laufeyjardóttir.
  Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála varðandi fyrirkomulag er varðar útsendingu á bæjarstjórnarfundum.

  Bæjarráð samþykkir að boða Gunnar Smára fyrir hönd Trölla.is á fund bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Farið var yfir lykiltölur við fjárhagsáætlun 2019.

  Gerð var breyting á forsendum v.fasteignagjalda, vatnsskattur lækkar úr 0,32% í 0,31% og holræsagjöld voru lækkuð úr 0,33% í 0,32%.
  Gjalddagar fasteignagjalda verða 10 í stað 8 eins og í nágrannasveitarfélögum.

  Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2019 til seinni umræðu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Lögð fram tilnefning fulltrúa í Ungmennaráð Fjallabyggðar 2018-2019 ásamt samþykktum fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar.

  Bæjarráð fagnar því að náðst hafi að manna Ungmennaráð.
  Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að yfirfara samþykkir ráðsins og koma með tillögur að nýjum samþykktum á næsta fund bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmála þar sem fram kemur að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að skýr aðgreining sé viðhöfð í stjórnsýslu sveitarfélaga á milli félagslegs íbúðarhúsnæðis og almennra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga. Einnig að æskilegt væri að sveitarfélög setji sér sjálfstæðar reglur.

  Bæjarráð felur félagsmálanefnd að taka Reglur um úthlutun leiguíbúða Fjallabyggðar til endurskoðunar þegar Reglur um úthlutun leiguíbúða félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga hafa tekið gildi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Á 582. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að fresta erindi Hestamannafélagsins Gnýfara um fyrirframgreiddan rekstarastyrk.

  Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Hestamannafélagsins Gnýfara á næsta fund bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • .8 1811024 Mannamót 2019
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Lögð fram umsögn markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar varðandi þátttöku sveitarfélagsins í Mannamóti markaðsstofu landshlutanna sem fram fer á árinu 2019. Þar kemur m.a. fram að aðeins samstarfsfyrirtækjum Markaðsstofu landshlutanna gefst kostur á að skrá sig á Mannamót til þess að sýna og kynna sitt fyrirtæki. Öllum er þó frjálst að mæta á viðburðinn og enginn aðgangseyrir er fyrir gesti. Fulltrúi Fjallabyggðar á Mannamóti 2019 myndi tryggja dreifingu upplýsingarita um þá afþreyingu og þjónustu sem í boði er með það að markmiði að kynna ferðaþjónustu og afþreyingu á svæðinu í heild. Einnig yrð dreift á staðnum dagskrá ársins 2019 þar sem taldir verða upp viðburðir í bæjarfélaginu allt árið.

  Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar að fara á Mannamót 2019 og kynna ferðaþjónustu og afþreyingu á svæðinu í heild í samráði við ferðaþjónustuaðila.
  Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Lagt fram erindi Ívars Ómars Atlasonar fh. Svanhóls ehf. eiganda fasteignarinnar að Aðalgötu 6 á Siglufirði. Þar sem óskað er eftir endurmati á fasteignagjöldum á húsinu vegna síðustu 5 ára með tilliti til söluverðs hússins í dag og síðustu ár. Í bréfinu kemur fram að húsið sé í afar slæmu ástandi.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að legga fyrir bæjarráð minnisblað fyrir næsta fund varðandi erindið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

  Lagt fram erindi frá Þorbirni Sigurðssyni dags. 19.11.2018 fyrir hönd Framfarafélags Ólafsfjarðar varðandi leyfi til að grafa tilrauna drenlögn í jörðu í landi sem Framfarafélagið hefur afnot af, vestan óss í Ólafsfirði.

  Bæjarráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra tæknideildar að fylgjast með framgangi verkefnisins.
  Bókun fundar Undir þessum lið véku af fundi Jón Valgeir Baldursson og Tómas Atli Einarsson.
  Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Lagt fram bréf frá Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytinu dags. 23.nóvember 2018 um umsókn Fjallabyggðar um úthlutun byggðakvóta, fyrir fiskveiði árið 2018/2019 koma 300 þorskígildistonn til ráðstöfunar í Ólafsfirði og 300 þorskígildistonn til ráðstöfunar á Siglufirði.

  Frestur til að skila inn tillögum er til og með 21. desember 2018.
  Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.