Framtíðarsýn og framkvæmdaráætlun Skíðasvæðisins í Tindaöxl

Málsnúmer 1810121

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20.11.2018

Lögð fram drög að framtíðarsýn og framkvæmdaráætlun Skíðasvæðisins í Tindaöxl og Bárubrautar 2019-2023 dags. 26.10.2018 í samræmi við samning milli Skíðafélags Ólafsfjarðar og Fjallabyggðar um rekstur skíðamannvirkja í eigu Fjallabyggðar í Ólafsfirði 2018-2019.

Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Skíðafélags Ólafsfjarðar á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27.11.2018

Á fundinn mætti Kristján Hauksson formaður Skíðafélags Ólafsfjarðar þar sem hann fór yfir drög að fimm ára framkvæmdaáætlun SÓ.

Bæjarráð samþykkir að vísa drögum til deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála til úrvinnslu.