Listviðburðarhópurinn Huldufugl óskar eftir íþróttasal í Ólafsfirði 14 og 15. desember

Málsnúmer 1810067

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15.10.2018

Lagt fram erindi Nönnu Gunnarsdóttur f.h. Huldufugls þar sem óskað er eftir verðtilboði eða fríum afnotum af íþróttahúsi í Ólafsfirði til æfinga til að þróa nýtt leikverk í samstarfi við breska leikhópinn Hikapee sem byggir á sögu um Huldufólk. Um er að ræða dagana 14. og 15. desember nk.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og forstöðumanns íþróttamannvirkja varðandi dagsetningar og verð samkvæmt gjaldskrá.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 06.11.2018

Bæjarráð samþykkti á 576. fundi sínum þann 15.10.2018 að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og forstöðumanns íþróttamannvirkja varðandi dagsetningar og verð samkvæmt gjaldskrá vegna erindis listviðburðarhópsins Huldufugls þar sem óskað var eftir aðstöðu í íþróttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði til æfinga.
Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 29.10.2018 þar sem fram kemur að listviðburðarhópurinn Huldufulg óskar eftir að taka íþóttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði á leigu helgina 8.og 9. desember nk. á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar, samtals 7 klst. Húsaleiga verður innheimt samkvæmt gjaldskrá.

Bæjarráð samþykkir að leigja listviðburðarhópnum Huldufugli aðstöðu í íþróttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði undir æfingar helgina 8. og 9. desember nk. húsaleiga verður innheimt samkvæmt gjaldskrá.