Málþing: Ferðamál á umbrotatímum - Samfélagslegar áskoranir og vísindi

Málsnúmer 1810009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 09.10.2018

Lagt fram til kynningar erindi Vísindafélags Íslendinga þar sem fram kemur að Vísindafélag Íslendinga ásamt Rannsóknarmiðstöð ferðamála við Háskólann á Akureyri hyggst standa fyrir málþingi um ferðamál á umbrotatímum í Háskólanum á Akureyri í sal M102 laugardaginn 13. október kl. 13.30.

Flutt verða þrjú erindi þar sem sjónum verður beint að rannsóknum á þolmörkum ferðaþjónustunnar, áhrifum ferðamennsku á landsbyggðirnar og þróun ferðaþjónustunnar í ljósi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni.

Nánari upplýsingar um málþingið má finna á
https://www.facebook.com/events/158486025086631/ http://www.fullveldi1918.is/is/dagskra-arsins/visindi-og-samfelag-1 https://visindafelag.is/aldarafmaeli/malthing-2018-3/